Zusammenfassung der Ressource
Aristóteles
- Fjallaði um m.a. um rökfræði, eðlisfræði, sálarfræði, grasafræði,
dýrafræði, stjörnufræði, sögu, hagspeki, stjórnspeki, siðfræði og
fagurfræði
- Rökhendur
- Fjögur form
- A Öll F eru U (t.d allir í 3.C eru strákar)
- Ekkert F eru U (Enginn í 3.C er strákur)
- Sum F eru U (sumir
nemendur eru strákar
- Sum F eru ekki U
(Sumir í 3. C eru
ekki strákar)
- Dæmi: Allir menn (B) eru dauðlegir
(A), Allir Grikkir (C) eru menn (B),
Allir Grikkir (C) eru dauðlegir (A)
- Stofnaði skóla í Aþenu, Lýkeion
- Hinir almennu eiginleikar hlutanna eru ekki
frummyndir í frummyndaheimi, heldur form
sem hinir einstöku hlutir bera í sér. Form hests
eru eiginleikar hestsins og ekki til út af fyrir sig
og utan við náttúruna sjálfa
- Æðsta stig veruleikans er það sem við skynjum með
skynfærunum; náttúran er hinn eiginlegi heimur.
- Uppspretta þekkingarinnar er skynreynsla. Ekkert er til í
vitund okkar sem ekki er komið þangað fyrir tilstilli
skilningarvitanna.
- Leið þekkingarinnar; ferli frá
þekkingu á hinu einstaka til
þekkingar á hinu almenna.
- Við skynjum
einstaka hluti með
skilningarvitunum.
- Við sértökum hið almenna eðli
hlutarins frá tilfallandi
eiginleikum hans.
- Við tökum
eðliseiginleikana saman í
skilgreiningu
- Almenna þekkingu má setja inn í rökfræðileg
gild ályktunarmynstur: Álykt frá hinu almenna til
hins einstaka.
- Einstakir hlutir mynda einingu forms og efnis.
Í efninu býr alltaf möguleiki til að öðlast
ákveðið form. Efnið leitast við að gera
möguleikan að veruleika. Allar breytingar í
náttúrunni eru ummyndun efnis frá möguleika
til veruleika.
- Fjórar orsakir Aristótelesar
- 1. Efnisorsök: Hráefnið sem
verður til eða breytist
- 2. Áhrifs- eða gerendaorsök:
Hreyfiaflið sem knýr
atburiðinn áfram
- 3. Formsorsök: Það form sem
hin endanlega afurð tekur á
sig.
- 4. Tilgangsorsök: Tilgangurinn
með fyrirbærinu. Teglan um
markgengi sem er einkenni alls
heimsins.
- Sál: Lífsandi eða lífsafl: það
sem gerir lifandi veru lifandi.
- Sálrænir eiginleikar
- Jurtir: Næring, vöxtur, æxlun
- Dýr: Næring, vöxtur, æxlun,
hreyfing, skynjun (hvatir,
ímyndun, minni)
- Menn: Næring, vöxtur, æxlun,
hreyfing, skynjun (hvatir,
ímyndun, minni), skynsemi, hugsun.
- Skynsemi er form mannsins. Allir
hinir dýrslegu eiginleikar mannsins
eru gegnsýrðir skynsemi.
- Stigveldi alheimsins: Hrein virkni án nokkurrar
óvirkjaðrar hæfni: Óhreyfanlegur furmhreyfill þ.e.
Guð, ..., Maðurinn, ..., ..., dýr, ..., jurtir, ..., dauðir hlutir,
..., ..., Hrein hæfni, hreinn möguleiki, hreint efni.
- Þrískipting þekkingar
- Þeoría
- Fræðileg þekking eða vísindi. Rannsaka það sem er
til. Skiptist í þrjár greinar: Náttúrufræði, stærðfræði
og frumspeki.
- Poiesis
- Tæknileg þekking eða vísindi.
Stefna að framleiðslu og sköpun
hluta
- Praxis
- Siðferðileg þekking eða siðvísindi. Stefna
að réttri breytni.
- Þroski felst í því að rækta mannlega
eiginleika sína, að nýta möguleika sína til
fullnustu. Þá fylgir lífshamingja í kjölfarið
- Útúrdúr: ,,En enginn kann að mæla frumleik í
hugsun, gövgi tilfinninga né siðferðisþrek"
-Sigurður Nordal
- Siðfræðin
- Maðurinn fæðist án vitundar en getur öðlast hana
vegna tungumáls og skynsemi í félagslegri samveru.
- Maðurinn er zoon politikon:
Vera sem býr í pólis eða
félagsvera.
- Án samfélags er
maðurinn annað hvort
villt dýr eða guð
- Dyggð
- Það sem hver hlutur hefur
til síns ágætis
- Siðferðilegar dyggðir lærast
af venjum og siðum
- Í uppeldinu verður að laga þær að
hæfileikum og reynslu einstaklingsins
- Ekki forskriftir eða siðaboð: Tileinkun einstaklingsins á siðferðilegum
dyggðum er bæði aðlögun að umhverfi og persónulegur þroski.
- Hinn gullni meðalvegur: Dyggð er
meðalhófið milli tveggja lasta, sem báðir
eru öfgar. Ofgnótt annars vegar, skortur
hins vegar.
- Þrú heppileg
stjórnarform
- Konungsveldi/monarki => getur
hningnað => harðstjórn/tyranni
- Aðalsveldi/aristokrati => getur hnignað
=> fámennisveldi
- Lýðræði/demokrati => getur
hnignað => skrílræði/oklokrati
- Fagurfræði
- 1. Að skapa gagnlega hluti t.d. verkfæri.
2. Að búa til eftirlíkingu af náttúrunni sem
veitir gleði óháð nytsemd.
- Það eru ótvíræð tengs á milli fagurfræði og siðfræði. Hlutverk
listarinnar er siðferðilegs eðlis. Hún getur veitt mönnum Kaþaris.
- Kaþaris er tvennt.
- Hreinsun: Að fá útrás fyrir óstýrlátar kenndir með því að
hrífast af listaverkum; að varðveita samstillingu í sálinni.
Lækningatúlkun.
- Göfgun: Að vaxa og þroskast við það að öðlast nýja reynslu. Ekki að
losna við óæskilegar tilfinningar, heldur er listin líkt og frjósamur
jarðvegur fyrir sálina.