Náttúra Íslands - Jarðfræðihluti

Description

Flashcards on Náttúra Íslands - Jarðfræðihluti, created by Sigurlaug Rúnarsdóttir on 30/11/2014.
Sigurlaug Rúnarsdóttir
Flashcards by Sigurlaug Rúnarsdóttir, updated more than 1 year ago
Sigurlaug Rúnarsdóttir
Created by Sigurlaug Rúnarsdóttir almost 10 years ago
346
0

Resource summary

Question Answer
Hvað einkennir Reykjanesskagann? Ungar gosmyndanir sem umlykja móbergsmyndanir frá ísöld
Hvað einkennir Vesturlandið? 3 hlutir. 1. Berggrunnurinn er mótaður af jöklum 2. Jarðlögum hallar innundir gosbeltin - andhverfa 3. Mikil jarðfræðileg fjölbreytni
Hvað einkennir landslag Vestfjarða? Há fjöll með flatan topp og djúpir, fremur þröngir dalir og firðir.
Hvað einkennir jarðlög á Vestfjörðum? 3. hlutir. 1. Frekar einsleitur jarðlagastafli frá Tertíer sem er mótaður af jöklum. 2. Lítið af þekktum megineldstöðvum. 3. Setlög á milli hraunlaga (steingervingar, surtarbrandur, oft rauðbrenndur jarðvegur)
Hvað einkennir Norðurland Vestra? Há mikilfengleg fjöll og breiðir jökulsorfnir dalir og firðir.
Hvað einkennir Norðurland eystra? Ung og mikil eldvirkni.
Hvað einkennir Austurland? 4 hlutir. 1. Gamall jarðlagastafli sem er mjög jökulsorfinn. 2. Mikið af þekktum fornum megineldstöðvum. 3. Jarðlögum hallar innundir núverandi gosbelti. 4. Holufyllingar.
Hvað einkennir Suðausturland? Há fjöll og miklir jöklar. (skriðjöklar, jökulgarðar, jökuláraurar, jökulár, innskot-djúpberg, eldvirkni, nútímahraun)
Hvað einkennir Suðurland? Mikið sléttlendi og fremur þroskað landslag (fornar sjávarlínur og brimklif, nútímahraun og eldvirkni).
Hvað einkennir hálendið? 4 hlutir. 1. Fremur sléttlent þegar komið er upp fyrir hálendisbrún. 2. Jökulruðningur - sandar og auðnir. 3. Ung eldvirkni og hraun. 4. Móbergsfjöll frá ísöld.
Hvað innihalda lífræn efni? Kolefni. (Flest eru leifar dauðra lífvera. Viður, mór, kol, olía).
Hvað eru steindir? Ólífræn efni með ákveðna kristalbyggingu. (mynda berg og þar með megnið af jörðinni, flest berg á jörðinni er síliköt).
Hvað er gler? Óífræn ókristölluð efni.
Úr hverju er berg samsett? Mismunandi steindum.
Hvað er gosberg/storkuberg? Storknuð kvika. Gosberg: storknar á yfirborði. Gangberg: storknar á leiðinni til yfirborðs. Djúpberg: storknar djúpt niðri í skorpunni.
Hvað er setberg? Samlímdir molar sem hafa brotnað úr eldra bergi.
Hvað er bráð? Berg sem hefur bráðnað vegna hita.
Hvað er kvika? 2 hlutir. 1. Bráðið berg undir yfirborði jarðar. 2. Sjóðandi heitt samansafn ýmissa efna úr möttli (flest allar kvikur innihalda súrefni of kísil, ásamt fleiri efnum).
Hvað er hraun(kvika)? Bráðið berg á yfirborði jarðar.
Í hvaða lög skiptist innri gerð jarðar? Kjarna: Innri og ytri kjarna. Möttul: Neðri og eftri möttul. Skorpu: Úthafs- og meginlandsskorpu
Hvað einkennir úthafsskorpuna? 5 hlutir. 1. Þyngri en meginlandskorpan og "flýtur því lægra". 2. Meðal þykkt 7-10 km. 3. Basaltlík bergsamsetning. 4. Úthafsskorpan er þakin seti. Það er þykkast næst meginlöndunum en mjög lítið næst úthafshryggjunum. 5. Mikið hitaútstreymi er á úthafshryggjunum.
Hvað einkennir möttul jarðar? (2.885 km þykkur, 82% af heildarrúmmáli jarðarinnar.) Á 100-150 km dýpi er bergið nægilega heitt til að flæða. Flæði, heitt efni rís, kaldara sekkur.
Hvað eru moho-mörkin (Mohorovicic)? Neðri mörk skorpu. (Liggja á mörkum neðri hluta skorpu og eftri hluta möttuls) Þar sem hraðabreytingar verða í endurkasti p-bylgna.
Hvað myndar segulsvið jarðar? Flæði efnis í ytri kjarna jarðar.
Hvað einkennir meginlansskorpuna? 3 hlutir. 1. Léttari skorpa en úthafsskorpan, "flýtur hærra". 2. Meðal þykkt er um 35-40 km. 3. Granítlík bergsamsetning.
Hvað er stinnhvolf/berghvel jarðar? 6 hlutir. 1. Ystu 100-105 km jarðar. 2. Hegðar sér eins og óflæðandi, stökkt efni. 3. Er brotið upp í fleka. 4. Samanstendur af skorpu og efsta hluta möttuls. 5. Er á hreyfingu yfir deighvolfinu. 6. Sveigist eða brotnar undan álagi.
Hvað er deighvolf/seighvolf jarðar? 2 hlutir. 1. Efri hluti möttuls, undir stinnhvolfinu. 2. Er nægilega heitt til að "flæða" en er þó kristallað, ekki bráðið. 3. Flæðir undan álagi.
Hvernig verður kvika til? 2 hlutir. 1. Kvika myndast í efri hluta möttuls eða jarðskorpunni. 2. Verður til þegar fast efni djúpt niðri í jörðinni bráðnar.
Hvaða aðstæður gera það að verkum að berg í möttli bráðnar og kvika myndast? 3 hlutir. 1. Bráðnun vegna þrýsingslækkunar. 2. Bráðnun vegna aukinna áhrifa gastegunda. 3. Bráðnun vegna hitaflutnings úr möttli.
Hverjar eru 4 helstu gerðir kviku og hvað einkennir þær? - Súr: mjög lág eðlisþyngd, mjög lágt bræðslumark 600-850°C, mjög há seigja og mjög mikil sprengivirkni. - Ísúr: Lág eðlisþyngd, lágt bræðslumark, há seigja og mikil sprengivirkni. - Basísk: há eðlisþyngd, hátt bræðslumark, lág seigja, þunnir hraunstraumar. - Útbasísk: mjög há eðlisþyngd, mjög hátt bræðslumark- allt að 1.300°C, mjög lág seigja.
Hverjar eru kvikugerðirnar tvær og hvað einkennir þær? -Frumstæð kvika: myndast ofarlega í möttlinum (þar sem er lítið af vatni), berst viðstöðulítið upp á yfirborð. 1200°C heit, basísk, þunnfljótandi. -Þróuð kvika: mætir fyrirstöðu og dvelur í kvikuhólfi undir megineldstöð áður en hún kemur upp á yfirborð, 652-1000°C, seigfljótandi og kísilrík.
Af hverju ræðst kornastærð bergs (stærð frumkristallanna)? -Storknunarhraða. Innskotsberg kólnar hægt = stærri kristallar. Gosberg kólnar hraðar = minni kristallar.
Hvernig er súrt gosberg yfirleitt á litinn? Ljóst, nema hrafntinna sem er kolsvört.
Hvernig er basískt gosberg yfirleitt á litinn? Mjög dökkt.
Hvaða "jarðfræðilegu fyrirbæri" má finna á hafsbotni? 3 hlutir. 1. Úthafshryggi. 2. Djúpsjávarrennur. 3. Brotabelti.
Hvað segir kenningin um gliðnun úthafanna okkur? - Nýtt efni kemur upp á úthafshryggjunum. - Í úthafsrennum sekkur úthafsskorpan aftur niður í möttulinn.
Hvað sanna segulskipti? Gliðnun úthafanna.
Hverjar eru hinar 3 gerðir flekamarka? 1. Flekaskil/rekbelti 2. Flekamót/sökkbelti 3. Sniðgeng flekamörk
Hvað einkennir flekaskil/rekbelti? 6 hlutir. 1. Gliðnun færir fleka í sundur. 2. Kvika streymir upp og fyllir upp í bilið. 3. Kvikan kólnar og bætir við flekann. 4. Mikil eldvirkni og fremur vægir jarðskjálftar (brotaskjálftar). 5. Úthafshryggir myndast á úthafsplötum. 6. Sigdalir myndast á meginlandsplötum.
Hvað gerist við gliðnun meginlandsfleka? 6 hlutir. 1. Flekarnir togast í sundur og þynnast. 2. Stökk skorpan brotnar. 3. Deig neðri svorpan flæðir. 4. Bráðnun verður í möttli. 5. Bráðin nær til yfirborðs. 6. Með tímanum myndast ný úthafsskorpa.
Hverjar eru hinar 3 útgáfur flekamóta/sökkbelta? 1. 2 meginlandsflekar mætast. 2. Meginlandsfleki og úthafsfleki mætast. 3. 2 úthafsflekar mætast.
Hvað gerist og hvað einkennir það þegar 2 meginlandsflekar mætast? Hvorugur þeirra sekkur, fellingafjöll myndast. Flekarnir gróa saman. Öflugir jarðskjálftar algengir og eldvirkni til að byrja með. Dæmi: Alparnir, Himalayafjöllin.
Hvað gerist og hvað einkennir það þegar meginlandsfleki og úthafsfleki mætast? Úthafsflekinn sekkur undir meginlandslekann, ofan í möttulinn. Efnið bráðnar upp og kemur aftur upp í eldgosum. Hafsbotninn er "endurunninn" og heldur jörðinni í sömu stærð. Meginlandsbogar - fjallgarðar myndast. Öflugir jarðskjálftar og kraftmikil eldgos algeng. Dæmi: Andesfjöllin.
Hvað gerist of hvað einkennir það þegar 2 úthafsflekar mætast? Annar flekinn sekkur undir hinn, ofan í möttulinn. Efnið bráðnar upp og komur aftur upp í eldgosum. Hafsbotninn er "endurunninn" og heldur jörðinni í sömu stærð. Eyjabogar myndast. Öflugir jarðskjálftar og kraftmikil eldgos algeng. Dæmi: Japan, Indónesía.
Hvað einkennir sniðgeng flekamörk? Flekarnir færast meðfram hvor öðrum (má einnig finna á úthafshryggjum). Myndast vegna hnattlögunar jarðar. Jarðskjálftar á úthafshryggjum eru mikið til vegna sniðgengja. Sum sniðgengi skera í sundur meginlandsfleka. Dæmi: San Andres misgengið við L.A. Einkennast af mjög öflugum jarðskjálftum og skorti á eldvirkni.
Hverjar eru orsakir landreks? - Heitt berg rís á úthafshryggjum og lyftir upp landinu sem síðan “sígur” í burtu. - Fleki sem er að sökkva “togar” restina af flekanum með sér. - Iðustraumar heits efnis í möttli geta svo annað hvort ýtt undir hreyfingar flekanna, eða unnið á móti þeim.
Hvað einkennir heita reiti? Mikið og stöðugt uppstreymi kviku, óháð flekaskilum. Basísk kvika streymir upp úr neðri möttli. Hægt að rekja slóð þeirra eftir fleknunum. Mikil jarðhitavirkni á yfirborði. Eldfjöll sjást á yfirborði. Heitir reitir eru alltaf kyrrir, en flekarnir færast yfir þá.
Hvað einkennir Ísland, jarðfræðilega? 3 hlutir. 1. Ísland er á flekaskilum þar sem tvær úthafsplötur rekur frá hver annarri. 2. Við höfum hér einnig sniðgeng flekaskil. 3. Undir landinu er einnig heitur reitur (Nokkurn vegin undir Vatnajökli).
Að hvaða leyti er íslenski heiti reiturinn sérstakur? 1. Óvenju mikill kvikubúskapur. 2. Hann er á úthafshrygg. 3. Feril heita reitsins má rekja til beggja átta.
Af völdum hvers geta jarðskjálftar orðið? 3 hlutir. 1. Eldgosa og kvikuhreyfinga. 2. Hruns og sprenginga. 3. Þrýstings á brotalínum á flekamörkum (gliðnun, samkýtingi og sniðgengi).
Hvar verða flestir jarðskjálftar á Íslandi sem valda tjóni? Á hinu svokallaða þverbrotabelti (sniðgeng flekamörk), sem nær frá Ölfusi austur að Heklu og á samsvarandi belti á Norðurlandi úti fyrir norður ströndinni.
Hvað er jarðskjálfti? Þegar yfirborð jarðar hristist vegna snöggrar spennulosunar í skorpu. Þá losnar um spennu vegna flekahreyfinga.
Hverjar eru hinar 3 gerðir jarðskjálfta? 1. Brotaskjálftar: Verða þegar skorpa brotnar vegna plötuhreyfinga (siggengi, gjár, sniðgengi). 2. Eldsumbrotaskjálftar: Verða í tengslum við eldgos þegar kvika er að brjóta sér leið til yfirborðs. Venjulegast ekki stórir, snarpastir í byrjun gosa. 3. Hrunskjálftar: Verða t.d. þegar hellisþök á kalksteinshellum brotna eða þegar stórar bergskriður falla.
Hvað eru skjálftaupptök (focus)? Upptakastaður skjálfta eða sá staður í berggrunninum þar sem spennan losnar (á 1-3 km dýpi). (Dýpi niður á skjáftaupptök er sjaldan mikið og takmarkast í flestum tilfellum við jarðskorpuna).
Hvað er skjálftamiðja (epicenter)? Staður á yfirborði beint fyrir ofan skjálftaupptökin.
Hvers vegna verður jarðskjálftavirkni? 7 atriði. 1. Hreyfinga á nýmynduðum sprungum í skorpunni. 2. Hreyfingu á eldri sprungum í skorpunni. 3. Innskotavirkni í skorpu. 4. Eldgosa. 5. Stórra skriðufalla. 6. Árekstra loftsteina. 7. Kjarnorkusprenginga.
Hvernig verða sprunguhreyfingar (jarðskjálftar)? - Sprunguhreyfingar verða í “stökkum”. - Viðnám í yfirborði bergsins hindrar hreyfingar þó spenna byggist upp. - Að lokum er spennan þó orðin svo mikil að bergið hrekkur til.
Hvar verða flestir jarðskjálftar? Á misgengjum.
Hverjir eru hinir 6 flokkar sprungna? 1. Gjá. 2. Siggengi. 3. Samgengi. 4. Sniðgengi. 5. Sigdalur. 6. Rishryggur.
Hverjar eru þær 2 tegundir djúpbylgna (sem fara í gegnum jörðina)? 1. P-bylgjur (Primary): fyrstu bylgjurnar. Hreyfingin er þrýsti/tog. Fara í gegnum fast berg og bráðið berg. Hröðustu bylgjurnar. 2. S-bylgjur (secondary): koma næst fyrstar. Hreyfingin eins og hristingur upp og niður. Ferðast aðeins í gegnum fast berg, ekki bráðið. Fara hægar en P-bylgjurnar.
Hverjar eru hinar 2 yfirborðsbylgjur (sem ferðast eftir yfirborðinu)? 1. Love bylgjur: Hreyfast til hliðanna eins og snákur. 2. Rayleigh bylgjur: Hringlaga bylgjuhreyfing, eins og öldur á vatni. Yfirborðbylgjur ferðast hægt og eru mjög eyðileggjandi.
Hvar verða grunnir jarðskjálftar? Á gliðnunarbeltum og sniðgengum flekamótum.
Hvar verða dýpri jarðskjálftar? Á sökkbeltum.
Hvaða 2 tegundir af flekamörkum finnast á Íslandi? Flekaskil (rekbelti) og sniðgeng flekamörk (þverbrotabelti).
Hvaða þáttum fara áhrif jarðskjálfta eftir? - Stærð skjálftans: Því stærri sem skjálftinn er því meiri skemmdum getur hann valdið - Dýpi upptaka: Djúpir skjálftar valda yfirleitt minni skemmdum en grunnir. - Fjarlægð frá skjálftamiðju: Hversu langt frá mannabyggð verður skjálftinn.
Hvaða þættir ráða því hverjar afleiðingar eldgosa eru? 4 hlutir. 1. Gerð eldgossins. 2. Gerð kvikunnar. 3. Lögun gosopsins. 4. Umhverfisaðstæður.
Af hverju ræðst hegðun eldgosa aðallega? - Ytri aðstæðum (gos í vatni, sjó, jökli, valda t.d. gjóskumyndun og oft jökulhlaupum). - Innri eiginleikum: Seigju, gasinnihaldi, goshraða - segir til um sprengivirkni.
Hvað er eldstöð? Sá staður þar sem bergkvika kemur upp á yfirborð jarðar.
Ef gýs oft á sama stað er það? Megineldstöð. (Eldkeilur og eldhryggir, öskjur.)
Ef það gýs bara einusinni á einhverjum stað er það? Stakt gos. (Dyngjur, gígaraðir (sprungugos), stakir gígar).
Hvað einkennir eldvirkni á Íslandi? 2 hlutir. 1. Mikið magn hrauna. 2. Fjölbreytni í gerð eldstöðva.
Í hvaða 4 megin flokka hefur eldgosum verið skipt (þrátt fyrir óendanlegan fjölbreytileika kvikunnar)? 1. Flæðigos (hawaiígerð og strombolígerð). 2. Gjóskugos (þeytigos, freyðigos). 3. Sprengigos. 4. Hamfaragos (peléegerð, plínískgerð).
Hvað einkennir flæðigos? 3 hlutir. 1. Dyngjur-gossprungur. 2. Nær eingöngu kemur upp hraun. 3. Kvikan er oft basísk eða ísúr og mjög heit.
Hvaða tegundir gíga er algengastir á Íslandi? Klepra- og gjallgígar. (Myndast með skeifulaga gíg vegna þess að hraunstreymið rýfur skarð í eina hlið gígsins.)
Hvaða 4 þættir einkenna gjóskugos? 1. Gjóska (laus gosefni) eru meginefnið sem kemur upp en ekki hraun. 2. Mikið gjóskumagn verður til þegar vatn kemst að kvikunni og hún tætist í sundur. 3. Einnig þegar kvikan er gasrík og blöðrur í kvikunni þenjast út vegna þrýstingslækkunar þegar hún nálgast yfirborð og hún tætist í sundur. 4. Báðar ástæður geta valdið því að gjóska verður megingosefnið í eldgosum.
Hvað einkennir sprengigos? 4 hlutir. 1. Gosgufur aðal gosefnin í þessum eldgosum. 2. Sprengingar með lítilli eða engri kviku heldur fyrst og fremst vatnsgufa. (Kvika og gufa mætast undir yfirborði.) 3. Gígarnir eru oftast kringlóttar holur sem nefnast sprengigígar. 4. Við suma gíga eru ummerki um leir og grjót en engin ummerki um að kvika hafi komið upp.
Hvað einkennir hamfaragos? 4 hlutir. 1. Súr kvika safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjalli. 2. Gasþrýstingur byggist upp með tímanum og eldfjallið getur þanist út. 3. Þegar kvikan loks brýtur sér leið verður mikil sprenging og aska og vikur þeytast upp í loftið. 4. Stundum eru hamfarirnar það miklar að eldfjallið sjálft springur. Fjallið getur líka fallið saman þegar kvikuhólfið tæmist – askja myndast.
Úr hvaða bergi er Ísland (og reyndar jörðin öll) að mestu leyti byggt? Storkubergi.
Hverjar eru hinar 3 tegundir gosefna? 1. Gosgufur. 2. Gjóska (laus gosefni). 3. Hraun (föst gosenfni).
Hvað er gjóska og hvernig myndast hún? - Gjóska er samheiti yfir þau lausu gosefni sem spýtast upp úr gosrás við eldgos. - Gjóska myndast í eldgosum þar sem sprengivirkni er til staðar og gosefni þeytast upp í loftið frá eldstöðvunum.
Hverjar eru hinar 5 tegundir gjósku og hvað einkennir þær? 1. Aska: Ókristölluð glerkorn sem myndast þegar kvika og vatn mætast og kvikan tætist í sundur. 2. Vikur: Kvikufroða sem þyrlast upp í eldgosum. Froðan myndast þegar gösin losna úr kvikunni. Er mjög loftkenndur og getur því flotið á vatni. 3. Gjall: Svipað og vikur nema úr basískri kviku og oft ekki eins blöðrótt. 4. Kleprar: Heit og þunnfljótandi kvika slettist eða sprautast upp úr gígnum fremur en að mynda frauð. Sletturnar fletjast út þegar þær lenda. Kleprarnir byggja upp gíginn næst gosopinu. 5. Hraunkúlur/bombur: Slettur úr kvikunni þeytast hátt í loft upp og snúast jafnframt um sjálfa sig og fá þannig kúlulaga lögun.
Í hvaða 2 flokka flokkast hraun? 1. Helluhraun 2. Apalhraun (Sama hraun getur runnið sem helluhraun næst gígnum en apalhraun þegar fjær dregur upptökum).
Hvað einkennir helluhraun? 2 hlutir. 1. Eru yfirleitt fremur þunn og með tiltölulega slétt yfirborð 2. Efsta lagið oft storknað og kvika rennur í rásum undir yfirborði (Hraunreipi, sprungnir hraunkollar, hraunhellar).
Hvernig myndast hraunhellar? 3 hlutir. 1. Hraunskán myndast á helluhrauni. 2. Hraunið streymir í rásum undir yfirborði. 3. Þegar eldgosi lýkur verða þessar rásir eftir. (Surtshellir)
Hvernig myndast hraundrýli/strompar (hornitos)? - Myndast þegar gosgufur leita upp úr hrauni sem rennur í rásum undir storknaðir skán. - Gasið þrýsist út um glufur og rífur með sér kvikuslettur sem hrúgast upp og mynda n.k. stromp í kringum opið.
Hvað einkennir apalhraun? - Apalhraun eru þykkari (10 – 30 m) og með mjög óreglulegt yfirborð, eru oft ísúr. - Á yfirborði er gjall eða frauðkennd brot, en neðar geta þau verið stórstuðluð. -Þau renna rólega útum gígbarmana, oft í hrauntröðum. (Öll ísúr og súr (Rhyolít - Líparít) hraun eru apalhraun, en kaldari basalthraun eru apalhraun).
Hvernig geta basísk hraun verið? - Heit og þunnfljótandi og runnið langa vegalengd - helluhraun. -Kaldari og seigari og runnið því frekar stutt - apalhraun.
Hvernig eru ísúr hraun - andesít? - Þau eru þykk og seig vegna hærra kísilsýruinnihalds. - Renna ekki langt. - Mynda alltaf apalhraun.
Hvernig eru súr hraun - rhyolít? - Eru mjög seig og renna yfirleitt ekki langt. - Hrúgast upp yfir gosrársinni og mynda stundum tappa í gosrásinni. - Tappinn stíflar gosrásina og þrýstingur byggist upp. Stundum springur tappinn með geigvænlegum afleiðingum.
Hvernig myndast stuðlar (stuðlaberg)? 4 hlutir. 1. Myndast þegar hraun kólnar (basískt, ísúrt og súrt). 2. Stöðnuð kvika kólnar, t.d. í hrauntjörnum. 3. Kæling ofan frá veldur því að bergið dregst saman efst þar til sprungunet myndast við yfirborðið líkt og í leirflögum sem þorna. 4. Sprungurnar dýpka eftir því sem hraunið kólnar lengra niður og klýfur bergið upp í sexhyndar súlur.
Hvernig myndast bólstraberg (pillow lava)? Kvika sem rennur undir vatni/sjó, einkum undir þrýstingi, myndar pylsulaga bólstra áður en hún storknar.
Hvernig myndast móbergsstapar? Við gos undir jökli á hringlaga gosopi.
Hvernig myndast hraunskjöldur? - Við gos undir jökli á hringlaga gosopi myndast móbergsstapar - Ef gosið nær upp úr sjónum eða bræðsluvatninu getur myndast hraunskjöldur. (Herðubreið, Hlöðufell).
Hvernig myndast móbergshryggir? Við gos undir jökli á sprungu. (Sveifluháls)
Hvernig myndast gervigígar? - Hraun rennur yfir votlendi eða grunn stöðuvötn. - Vatnið lokast undir hrauninu og vatnið hvellsýður með tilheyrandi gufuþrýstingi sem sprengir upp hraunþekjuna.
Hvað eru öskjur (caldera) og hvernig myndast þær? - Gríðarsstórar lægðir í eldstöðvum. (Miklu stærri en gígar. Geta verið fleiri km í þvermál.) - Myndast þegar kvikuhólf tæmist. - Eldfjallið hrynur niður í hólfið. (Crater Lake, í Oregon. Askja í Dyngjufjöllum.)
Hvað eru Rauðhólar? Gervigígar í Leitahrauni.
Hvað eru Tröllabörn? Strompar í Leitahrauni.
Hversu gömul eru elstu jarðlög Íslands? Um 16 milljón ára gömul.
Upp í hversu marga fleka er stinnhvolfið brotið? Um 20 fleka.
A.m.k. hversu marga jarðskjaálftamæla þarf til að finna skjálftamiðjuna? 3 jarðskjálftamæla.
Hvað raðast á rekbeltum? Sprungur, misgengi og gjár í afmarkaðar sprungureinar (spenna losnar ekki í öllum sprungureinunum samtímis).
Hverjar eru hinar 3 tegundir setbergs? 1. Lífrænt set (kalksteinn). 2. Ólífrænt set - Molaberg (sandsteinn og völuberg). 3. Efnaset (saltlög og hverahrúður).
Hver er munurinn á sprungugosi og gosi þar sem er eitt kringlótt gosop? Sprungugos: myndast gígaröð eða móbergshryggur. Kringlótt gosop: myndast eitt fjall eða gígur.
Hvernig hallar jarðlögum á ÍslandiÐ Inn að gosbeltunum.
Hvað er ferskvatn mörg prósent alls vatns á jörðinni? 3%
Hvernig flæðir vatn (grunnvatn) í jarðlögum? - Fremur hægt. - Í ómettuðum jarðlögum flæðir það beint niður. - Í vatnsmettuðum lögum er flæðið flóknara og stjórnast af þyngdaraflinu og þrýstingi.
Hvað einkennir lághitasvæði? 5 hlutir. 1. Hitastig < 150°C í efstu 1000 m 2. Öll staðsett utan gosbeltisins. 3. Einkennist af vatnshverum, goshverum og laugum. 4. Efnainnihald lághitavatns oftast nær líkt efnainnihaldi ferskvatns. 5. Lítil ummyndun, útfellingar einkum kísill sem myndar hverahrúður.
Hvað einkennir háhitavæði? 1. Hitastig > 200°C á 1000 m dýpi. 2. Flest staðsett innan gosbeltisins. 3. Tengjast eldstöðvunum – flest innan virkra megineldstöðva. 4. Gufuhverasvæði – vatn sýður. 5. Mikil ummyndun (Við hið háa hitastig tærist bergið og grotnar niður svo að ýmis efni skolast úr því og eftir verður blanda af leir, hverahrúðri og gifsi. Við gufuhveri safnast einnig nokkuð af hreinum brennisteini.)
Hverjir eru aðal veðrunarvaldar? Úrkoma og hitafar. (Ráða mestu um framgang veðrunarinnar, ásamt hörku og efnasamsetningu bergs og jarðvegs.)
Hver eru afkastamestu veðrunaröflin/veðrunirnar á Íslandi og hvernig virka þau? 2 hlutir. 1. Afl(ræn)veðrun: Frostsprengingar og hitabrigðaveðrun. 2. Efnaveðrun (efnahvarfaveðrun): Berg "leysist" upp með tilkomu vatns.
Hver eru afkastamestu roföflin á Íslandi? 4 hlutir. 1. Jökulrof. 2. Vatnrof, 3. Sjávarrof. 4. Vindrof.
Hver er munurinn á veðrun, rofi og setmyndun? Veðrun: Eitthvað brýtur upp bergið og framleiðir set. Rof: Eitthvað tekur molann og flytur hann annað. Setmyndun: Molinn endar einhversstaðar.
Hvernig vinna aflræn veðrun og efnaveðrun saman? - Aflræn veðrun myndar nýja brotfleti og efnaveðrun á þá greiðri aðgang að nýjum flötum. - Efnaveðrun veikir bergið - vatn á greiðari leið í sprungur og holrými – Aflræn veðrun eykst.
Hverjir eru hinir 3 meginflokkar vatnsfalla? - Dragár - Lindár - Jökulár
Hvað einkennir dragár? - Dragár er helst að finna á eldri svæðum landsins. - Dragár hafa engin glögg upptök. Lækir safnast saman í sístækkandi læki og ár. - Berggrunnurinn er orðin þéttur. Holur og sprungur í berggruninum hafa fyllst af holufyllingum og fínkorna seti. - Farvegir eru grýttir og árset nær langt út frá bökkum. - Rennsli ánna er mjög háð veðurfari og úrkomu. Lítið rennsli í köldu veðri, mikið rennsli í hlýju veðri og rigningu, ísstíflur eru algengar. - Flóð eru mjög algeng, vatnið er yfirleitt tært nema í flóðum - þá verður það gruggugt og mórautt. - Hitastig vatnsins fer mikið eftir veðri.
Hvað einkennir jökulár? - Jökulár eru afrennsli leysingavatns undan jöklum. - Koma undan jökli í mörgum kvíslum sem sameinast síðan oft í eina á. - Bera með sér ógrynni af seti. Á láglendi og við árósa flæmist áin um stórt svæði og myndar víðáttumikla sanda. - Mikil árstíða og dægursveifla er í jökulám. Mikið rennsli á sumrin. - Jökulár eru yfirleitt fremur kaldar 1-4°C - Grafa voldug gljúfur í hálendisbrúnina. - Mikill straumhraði. - Mikið magn af seti sem sverfur botn og hliðar farvegar.
Hver eru einkenni lindár? - Eiga sér glögg upptök í lindum á hrauna-, móbergs og grágrýtissvæðum. - Berggrunnurinn er ennþá mjög gropin og úrkoma hripar niður. - Rennsli í þeim er mjög jafnt og flóð fátíð þar sem rennslið er ekki háð aðstæðum á yfirborði. (Flóð geta þó komið þegar asahláku gerir síðla vetrar, en þá streymir yfirborðsvatn í lindánna). - Hitastig er um 4 °C jafnt vetur sem sumar. - Lindár leggur sjaldan, sérstaklega næst upptökum. - Bakkar lindáa eru gróðursælir og lítið um stórgrýti á botninum.
Með hverju eykst rofmáttur straumvatna? 3 hlutir. 1. Auknu vatnsmagni. 2. Auknum vatnshraða. 3. Magni sets í árbotni. (Rof er mest í flóðum)
Hver eru endanleg rofmörk ár? Þegar á rennur til sjávar.
Hver geta tímabundin rofmörk ár verið? T.d. yfirborð stöðuvatna eða torgræf jarðlög.
Hvernig er ströndum almennt skipt upp? Rofstrendur: Þar sem rof er mikið. Setstrendur: Set safnast fyrir þar sem öldugangur er minni, inni í víkum og fjörðum sem fyllast með tímanum.
Hvernig virkar sjávarrof? - Sjórinn þrýstir sjó inn í holur og sprungur í sjávarhömrum og loft sem fyrir er pressast inn í glufurnar og dregst síðan út með útsoginu. - Við þetta molnar bergið smátt og smátt. - Mulningur úr sjávarhömrum brotna niður og berst langar leiðir með ströndinni. (Hafaldan eitt máttugasta rofaflið og er alltaf að verki allan ársins hring.)
Eftir hverju eru jöklar flokkaðir og hverjar eru hinar 2 týpur jökla? Jöklar eru flokkaðir eftir hitastigi þeirra. 1. Þýðjöklar: Kuldastig við frostmark og botn þeirra er votur. Þeir skríða áfarm á votu undirlagi sínu (Allir jöklar á Íslandi). 2. Gaddjöklar: Kuldastigið er vel fyrir neðan frostmark og þeir eru gaddfreðnir við botninn. Þeir finnast helst á pólsvæðum og skríða ekki á undirlagi sínu (jöklarnir á Grænlandi og Suðurpólnum).
Hvað einkennir íslensku jöklana? - Íslenskir jöklar eru þíðjöklar með hitastig við frostmark. - Núverandi jöklar á Íslandi tóku að myndast fyrir um 2500 árum - Stækkuðu hægt og rólega þar til á 13. öld en þá fóru þeir að stækka hratt og mestu útbreiðslu náðu þeir um aldamótin 1900. - Um 11 % af landinu er þakið jökulís. - Íslensku jöklarnir eru mjög kvikir og bregðast fljótt við umhverfisbreytingum. - Margar virkar megineldstöðvar eru undir jöklum - hætta á jökulhlaupum.
Í hvaða 2 svæði skiptast jöklar og hvað aðskilur svæðin? 1. Ákomusvæði – snjór safnast á jökulinn hraðar en hann tapast. Minni bráðnun á köldum svæðum. Snjórinn bráðnar ekki yfir sumarið. 2. Leysingasvæði – meira tapast af ís en bætist við. - Jafnvægislína aðskilur þessi tvö svæði. - Svæðin eru ekki alltaf jafn stór, þetta er breytilegt. - Ef leysingasvæðið er stærra er jökullinn að minnka - öfugt ef ákomusvæðið er stærra.
Hvernig hreyfast þíðjöklar? - Þíðjöklar skríða áfram á blautu undirlagi sínu. - Botnskrið (Basal sliding) – undirlagið er mjög blaut leðja. - Þjálar hreyfingar í jökulmassanum.
Hvernig hreyfast gaddjöklar? - Jökullin er frosin við undirlagið. - Hreyfingarnar eru eingöngu þjálar (plastískar) hreyfingar í jökulísnum.
Af hverju formbreytist jökulís? - Jökulís formbreytist vegna þyngdarhröðunar og undan eigin þunga þegar einstakir kristallar íssins færast til hver á öðrum. - Færslan er mun meiri eftir því sem neðar dregur í jökulinn og jökulþykktin verður meiri. - Stökkar færslur (Brittle) – verða í efstu 60 m. Togspenna myndar sprungur í jökulísinn. - Þjálar færslur (Plastic) – verða fyrir neðan 60 m dýpi í jökulísnum. Sprungur í jökulísnum gróa saman.
Hverju er jökulrof háð? - Jökulrof er háð þykkt jökuls og skriðhraða. Mest rof þar sem jökullinn er þykkastur. Þykkir jöklar á bröttu undirlagi skríða hraðast - Jökulrof er einnig háð undirlagi jökulsins. Jöklar fylgja oft lægðum og veikleikum (sprungum) sem fyrir eru í landslaginu. Grafa t.d. út V-laga árrofsdali sem voru fyrir, gera þá U-laga.
Hvað einkennir landmótun jökulrofs? - V-laga dalir verða U-laga. - Jöklar móta dali, grafa þá niður fyrir rofmörk rennandi vatns og mynda firði. - Mismikið rof tveggja jökla myndar hangandi dali. - Eggjar og tindar myndast við hliðarrof tveggja eða fleiri jökla samtímis.
Hvað er bæði áhrifaríksti rofvaldurinn og áhrifamesti þátturinn í setmyndun? Rennandi vatn.
Hverjir eru hinir 3 meginflokkar sets/setbergs? - Ólífrænt (molaberg) – gert úr bergbrotum. - Lífrænt. Samlímdar skeljar lífvera. Kolefnisríkar leifar lífvera. - Útfellingar – Steinefni falla út úr vatni.
Hvert er ferli setbergs? 5 hlutir. - Veðrun – myndun bergmola við niðurbrot bergs. - Rof – Setkornin yfirgefa upprunastað. - Flutningur – kornin flutt með vindi, vatni eða jökulís. - Samsöfnun – kornin safnast saman eftir flutning. - Hörðnun verður – setkornin límast saman og mynda hart berg.
Hvernig veður set með aukinni fjarlægð frá upprunastað? Fínna.
Hvernig getur dreifing kornastærðar sets verið? 4 hlutir. - Dreifingin getur verið frá mjög grófu og yfir í mjög fínt. 1. Hnullungar, steinar og möl. 2. Grófur sandur, sandur og fínn sandur. 3. Silt (millistig á milli sands og leirs). 5. Leir (kornastærð en ekki leirsteindir).
Hvernig endurspeglar ávali korna (sets) ferðasögu þeirra? 2 hlutir. 1. Ávöl korn - hafa ferðast langt. 2. Köntuð korn (kringlótt) - hafa lítið sem ekkert ferðast.
Hvernig endurspeglar aðgreining kornastærða setmyndunarumhverfi og orku? - Vel aðgreint – stöðugar aðstæður (t.d. sandströnd). - Illa aðgreint - óstöðugar aðstæður (skriður, aurkeilur og jökulruðningur).
Hvað eru jökulgarðar, jaðargarðar og urðarranar? - Mikið magn efnis flyst með botni jökuls, í jökulísnum og ofaná jöklum. - Jöklar kippa með sér efni úr undirlagi: 1. Jökulgarðar - myndast því jöklar skila miklu efni af sér við jökulsporð. - Efni getur líka fallið ofan á jökulinn frá fjallshlíðum: 2. Jaðargarðar: Myndast við jaðra jökulsins. 3. Urðarranar: Myndast í miðjum jöklinum. (Myndir á í glærum um upprifjun, bls. 16, glærur um setmyndun jökla).
Af hverju samanstanda aurkeilur/setkeilur (fyrir framan gil) og af hverju verða þær til? - Setið samanstendur af hrjúfum köntuðum brotum - þroskuðu seti. - Það hægir á rennsli vatns þegar komið er út úr gilinu svo burðargeta minnkar.
Hvernig sest set fyrir í ám og fljótum? - Sandur og möl setjast fyrir þar sem bratti er meiri. - Fínn sandur, silt og leir (kornast) setjast fyrir þar sem straumhraði minnkar. - S.s. það stærsta og þyngsta sest að efst eða fremst í ánni/fljótinu, það minnsta og léttasta seinast - burðargetan er mest þar sem straumhraði er meiri (þar sem er hálent).
Af hverju einkennast fjallalækir af stórum brotum/steinum? - Því vatn flytur með sér stærstu hnullungana í flóðum. - Hnullungarnir hreyfast svo ekki á milli flóða.
Af hverju myndast árósar (deltur) þar sem ár renna til sjávar eða út í stöðuvötn og hvernig raðast setið eftir kornastærð? - Rennsli áa hættir við sjávarmál eða við vatnsbakka. - Áin missir burðargetuna og setið sest til. - Árósar byggjast lengra út í sjóinn eða stöðuvatnið með tímanum. - Toppset – grófara - Skálagað set – sandur og möl. - Botnset – fínkorna set. (Mynd í upprifjunar-glærupakka, bls. 17, glæra um setmyndunarumhverfi við sjávarmál og vatnsbakka)
Hverjir eru hinir 2 þættir sem ráða og stjórna afstæðum sjávarstöðubreytingum (relative sea-level changes) á jörðinni? 1. Sjávarmagnsbreytingar (Eustasy): - Vatnsmagn í höfunum eykst eða minnkar. - Jökulskeið – vatn er mikið bundið í jöklum á pólsvæðum – sjór er kaldur. Sjávarmál lækkar víða á jörðinni (sérstaklega kringum miðbaug) - Hlýskeið – jöklar eru smáir, mikið vatn í höfunum – sjór er hlýr. Sjávarmál hækkar allsstaðar á jörðinni. 2. Flotjafnvægi (Glacial Isostasy): - Vatnið sem bundið er í jöklum á pólsvæðum er þungt og þungi jökulíssinn þrýstir skorpunni niður og hún flæðir undan farginu. - Sjór gengur á land á íslausum svæðum á norður og suðurhveli.
Hver er kennisetningin um innskot og sprungur í jarðlagafræðinni? Innskot og sprungur eru alltaf yngri en það jarðlag sem springur eða inniheldur innskot
Hver er kennisetningin um aldur bergmola í jarðlagafræðinni? Bergmoli í seti er alltaf eldri en setmyndunin.
Hvenær lifðu risaeðlur? Á Miðlífsöld.
Á hvaða "lífsöld" tóku spendýrin yfir jörðina af risaeðlunum? Nýlífsöld.
Show full summary Hide full summary

Similar

To Kill a Mockingbird- Quotes for Scout (Jean Louise)
poppysullivan0
AQA GCSE Biology genetic variation
Olivia Phillips
GCSE Maths Symbols, Equations & Formulae
Andrea Leyden
Chris and Manuel - Girls' and Boys'Education - A Mind Map
CGray1285
Essay Outline
Kai Ladd
20 Study Hacks To Improve Your Memory
jen.sch.ca
P1- OCR 21ST Century
Archana R
Mapas mentales con ExamTime
julii.perci
C1 Metals and their uses
mouldybiscuit
Biopsychology
Emily Cushlow
AS Biology (AQA New Spec for 2016 Exams) FULL SPECIFICATION FLASHCARDS
Henry Kitchen