Created by Haraldur Hringsson
almost 8 years ago
|
||
Hver er munurinn á röksambandi (logical relationship) og reynslusambandi (measured relationship) Nefnið dæmi
Hvað er Breyta (variable) Útskýrið með dæmum?
Kerfisbundnar skekkjur (systamatic error)
(6%) Lýsið helstu einkennum þátttökuathugana (participant
observations) og gerið sérstaklega grein fyrir þeim ólíku hlutverkum
sem rannsakendur geta valið sér þegar þátttökuathugun er
framkvæmd.
(7%) Í vísindum og fræðum er rík áhersla lögð á að forðast ritstuld
(plagiarism). Skilgreinið hvað felst í ritstuldi.
(6%) Hvernig skilgreinir Páll Skúlason hugtakið gagnrýnin hugsun
(critical thinking)? Páll greinir gagnrýna hugsun frá þremur öðrum
leiðum til að mynda sér skoðun. Hvað nefnast þær?
(3%) Þessi tegund rannsókna er notuð þegar þekking á viðfangsefninu
er af mjög skornum skammti. Hér er verið að lýsa:
a. Leitandi rannsókn (explorative research).
b. Ályktandi rannsókn (evaluation research).
c. Hagnýt rannsókn (applied research).
d. Þreifandi rannsókn (searching research).
(3%) Þessi rannsóknaraðferð felur í sér að velja afmörkuð tilvik eða
fyrirbæri til ítarlegrar rannsóknar. Hér er verið að lýsa
a. Kvennafræði (feminism)
b. Langtímarannsókn (longitudional research)
c. Tilviksrannsókn (case study)
d. Þversniðsrannsókn (cross-sectional study)
(3%) Vísindamaður skoðar áhrif menntunar á laun kvenna og finnur út
að konur með meistaragráðu eru með að jafnaði 20% hærri laun en
konur með BA próf. Í þessu dæmi er:
a. Kyn óháð-/frumbreyta (independent variable) og laun háð-/fylgibreyta
(dependent variable)
b. Kyn óháð-/frumbreyta (independent variable) og menntun háð-
/fylgibreyta (dependent variable)
c. Menntun óháð-/frumbreyta (independent variable) og laun háð-
/fylgibreyta (dependent variable)
d. Menntun óháð-/frumbreyta (independent variable) og kyn háð-
/fylgibreyta (dependent variable)
(3%) Hvaða fullyrðing á EKKI við fyrirbærafræðilega nálgun
(phenomenological approach) í rannsóknum:
a. Stuðst er við lítil úrtök (small samples)
b. Alhæft er frá úrtaki yfir á þýði
c. Áreiðanleiki (reliability) er takmarkaður
d. Mjög rík gögn og huglæg
(3%) Jón Gnarr er nú að hætta í pólitík. Hann veit ekki hvað er
framundan hjá sér, enda Georg vinur hans í fýlu út í hann. Hann hefur
því sótt um starf hjá fjármáladeild Reykjavíkurborgar. Í atvinnuviðtalinu
um daginn var hann beðinn um að setja upp tvær skýringamyndir sem
sýna: a) hlutfallslega innbyrðis skiptingu útgjalda borgarinnar til
einstakra málaflokka (distribution of expenditure by posts) fyrir árið
2011 og b) þróun útgjalda borgarinnar til menningarmála (development
of expenditure to culture) fyrir árin 2000-2011. Gnarr vindur sér í þetta
og hyggst lýsa þessu með tveimur myndum. Réttasta val hans er:
a. Kökurit og kökurit (pie chart and pie chart)
b. Tvö súlurit (two column charts)
c. Kökurit og línurit (column chart and line chart)
d. Línurit og súlurit (line chart and column chart)
(3%) Forstöðumaður heilbrigðisstofnunar vill upplýsingar um ánægju
sjúklinga með viðmót starfsfólks og ákveður að framkvæma könnun.
Upphafleg hugmynd forstöðumannsins er að fá í það minnsta 500
sjúklinga til að svara könnuninni en vegna niðurskurðar er ákveðið að
minnka úrtakið niður í 200 sjúklinga. Þetta hefur þær afleiðingar að...
a. Kerfisbundin skekkja (systematic error) í niðurstöðum eykst
b. Tilviljunarbundin skekkja (random error) í niðurstöðum eykst
c. Bæði kerfisbundnar og tilviljunarbundnar skekkjur í niðurstöðum aukast
d. Niðurstöður könnunarinnar verða algerlega ómarktækar
(3%) Þegar tekin eru djúpviðtöl (interviews) styðst rannsakandi við:
a. Staðlaða spurningalista (standardized questionnaires)
b. Opnar spurningar (open-ended questions)
c. Talningu orða (word count)
d. Þátttöku margra viðmælenda í einu (multiple participation)
(3%) Aðeins ein eftirfarandi færslna í heimildaskrá er rétt skv. APAstaðlinum.
Hver? (Athugið að það sem venjulega er skáletrað er haft
hér undirstrikað)
a. Birgir Guðmundsson og Markus Meckl. (2008). Á sumarskóm í
desember. Ísland í skýrslum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi.
Saga. Tímarit Sögufélags, 46(2), 86-113.
b. Guðmundsson, Birgir og Meckl, Markus. (2008). Á sumarskóm í
desember. Ísland í skýrslum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi.
Saga. Tímarit Sögufélags, 46(2), 86-113.
c. Birgir Guðmundsson og Markus Meckl. (2008). Á sumarskóm í
desember. Ísland í skýrslum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi.
Saga. Tímarit Sögufélags, 46(2), bls. 86-113.
d. Birgir Guðmundsson og Markus Meckl. Á sumarskóm í desember. Ísland
í skýrslum austurþýsku öryggislögreglunnar Stasi. Saga. Tímarit
Sögufélags, 46(2), 2008, 86-113.
5) (3%) Aðeins ein eftirfarandi færslna í heimildaskrá er rétt skv. APAstaðlinum.
Hver? (Athugið að það sem venjulega er skáletrað er haft
hér undirstrikað)
a. Steingrímur Jónsson. (2006). Loftslagsbreytingar, veðurfarslíkön og
hafstraumar. Í Þór Jakobsson og Björk Sigurgeirsdóttir (ritstjórar). Ísland
í þjóðleið. Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands (bls. 23-26).
Háskólinn á Akureyri á Akureyri.
b. Steingrímur Jónsson. (2006). Loftslagsbreytingar, veðurfarslíkön og
hafstraumar. Í Þór Jakobsson og Björk Sigurgeirsdóttir (ritstjórar). Ísland
í þjóðleið. Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands (bls. 23-26).
Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
c. Steingrímur Jónsson. (2006). Loftslagsbreytingar, veðurfarslíkön og
hafstraumar. Í Þór Jakobsson og Björk Sigurgeirsdóttir (ritstjórar). Ísland
í þjóðleið. Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands. Akureyri:
Háskólinn á Akureyri, bls. 23-26.
d. Þór Jakobsson og Björk Sigurgeirsdóttir (ritstjórar). (2006). Í Steingrímur
Jónsson. Loftslagsbreytingar, veðurfarslíkön og hafstraumar. Ísland í
þjóðleið. Siglingar á norðu
(3%) Hvað af eftirtöldu er meðal megineinkenna óhæfuverka sem
framin hafa verið í nafni vísindanna í gegnum tíðina?
a. Áhætta er tekin með mikilvæga hagsmuni þátttakenda.
b. Rannsóknir eru gerðar án upplýsts samþykkis.
c. Þátttakendur tilheyra þjóðfélagshópum sem eru á einhvern hátt
berskjaldaðir.
d. Allt ofantalið (a, b og c).
(8%) Við mat á því hvað sé góð rannsóknarspurning (research question) er í
bók Schutt lagt til að stuðst sé við þrennskonar viðmið (criteria). Hver eru þau?
. (8%) Hvað þarf helst að hafa í huga og ef til vill varast í þvermenningarlegum
samanburðarrannsóknum (cross-cultural comparative research)? Nefnið dæmi.
(9%) Nefndu þau þrjú skilyrði sem rannsókn verður að uppfylla til að teljast
sönn tilraun (true experiment).
(8%) Hvað er sagnfræði, hvenær varð hún til, hvaða aðferðir notar greinin og
hvað fæst hún við?