Created by Eyjólfur Hanness
over 10 years ago
|
||
Question | Answer |
Jón Arason biskup að Hólum var einnig skáld. Tvö helgikvæða hans voru | prentuð af Guðbrandi Þorlákssyni stuttu eftir siðaskipti |
Prentun á Íslandi hófst fyrst að marki á | dögum Guðbrands Þorlákssonar |
Fyrstu íslensku sálmarnir voru taldir lélegur kveðskapur. Guðbrandur Þorláksson biskup vildi bæta sálmakveðskap. Hann lagði fyrst og fremst áherslu á | að bragreglum yrði fylgt og gott málfar notað |
Guðbrandur Þorláksson var mikilvirkur við bókaútgáfu. Vísnabók hans kom út 1612. Helsta skáld þeirrar bókar var | Einar Sigurðsson |
Sálmabók frá 16. öld hefur oft verið tekin til marks um það sem einna verst hefur verið ort á íslensku. Sá sem þýddi þessa sálma hét | Gísli Jónsson |
Rétt fyrir siðaskipti kom Nýja testamentið út á íslensku í þýðingu | Odds Gottskálskssonar |
Grallarinn var | messusöngbók |
Crymogæa er | fræðirit um Ísland eftir Arngrím lærða |
Á hverjum jólum syngja Íslendingar trúarkvæði eftir Einar Sigurðsson. Viðlag þess er: ,,Með vísnasöng ég vögguna þína hræri" en kvæðið heitir | Kvæði af stallinum Christi |
Í lok 16. aldar skrifaði Oddur Einarsson biskup Íslandslýsingu þar sem meðal annars er fjallað um dansleiki. Bók hans er talin vera ein besta heimild sem til er | um land og þjóð á þessum tíma |
Lýrísk kvæði byggja einkum á tilfinningum. Eikarlundurinn og Blómið í garðinum eru talin lýrísk kvæði og hið síðarnefnda er ástarkvæði manns til konu sinnar. Skáldið hét | Staðarhóls-Páll |
Vikivaki er | bragarháttur eða dansleikur |
,,Svo kveður mann hver þá morgnar/mæddur í raunum sínum." Þetta er stef úr vísum Fiðlu-Bjarnar en hann lýsir í fjórum erindum | hvernig raunamæddur maður upplifir líf sitt |
Jón Ólafsson Indíafari skrifaði ævisögu sína 1661 á gamals aldri. Jón segir m.a. frá ferðum sínum til | Danmerkur og Indlands. |
Ævisaga Jóns er m.a. góð heimild um | líf venjulegra hermanna um borð í skipum Danakonungs |
Ferðabækur urðu vinsælar á 17. öld vegna þess að | Íslendingar vildu afla sér fróðleiks um ókunn lönd |
Ritið Sjónarspil lifandi skepna, manna, dýra, fugla og fiska sem út kom á 17. öld | var þýtt yfir á íslensku úr erlendu máli |
Í húslestrarbókum eða postillum | er texti Biblíunnar skýrður og hugleiddur |
Tímabil það sem nefnt hefur verið upplýsingaröld í íslenskri sögu er frá | 1770 - 1830 |
Að baki upplýsingar lá ný hugsun og lögð var áhersla á | skynsemi, þekkingu og fræðslu |
Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er í fyrsta sinn fjallað um | alla þætti náttúru Íslands |
Höfuðkvæði Eggerts Ólafssonar og eitt merkasta kvæði upplýsingar er | Búnaðarbálkur |
Eggert hafði mikinn áhuga á að garðjurtir og nytjagrös væru betur nýtt. Þetta birtist vel í kvæði sem hann kallar | Sælgætið í þessu landi |
Atli eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal er fræðirit fyrir | bændur |
Atli, fræðirit fyrir bændur er eftir | Björn Halldórsson í Sauðlauksdal |
Jón Steingrímsson (1728-91) er þekktastur fyrir Eldritið en þar lýsir hann Skaftáreldum sem hófust 1783. Í Eldritinu fer saman | náttúrulegur áhugi og guðfræðilegar skýringar. |
Fyrsta íslenska tímaritið var prentað í Hrappsey og bar titilinn | Islandske Maaneds Tidender |
Fyrsta íslenska tímaritið var prentað í | Hrappsey |
Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816. Tímarit þess hefur komið út síðan 1827 og heitir | Skírnir |
Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið | 1816 |
Skírnir kom út árið | 1827 |
Ármann á Alþingi var | tímarit |
Jón Þorláksson á Bægisá er þekktastur fyrir þýðingar sínar. Stærstu verk hans á því sviði eru eftir Alexander Pope og John Milton. Þau heita | Paradísarmissir og Tilraun um manninn |
Bækurnar Paradísarmissir og Tilraun um manninn þýddi | Jón Þorláksson á Bægisá |
Ísalands óhamingju verður allt að vopni! eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. | Bjarna Thorarensen ort um Baldvin Einarsson. |
Fyrstu öruggu heimildirnar um leiklistariðkun á Íslandi tengjast | skólahaldi |
Sigurður Pétursson (1759-1827) | skrifaði leikrit fyrir skólapilta |
Kveðskapur Vatnsenda-Rósu er fyrst og fremst um | ástina |
Hrappseyjarprentsmiðja var flutt að | Leirárgörðum |
Sá sem gaf út Klausturpóstinn og Sumargjöf handa börnum hét | Magnús Stephensen |
Leikritið Narfi er eftir | Sigurð Pétursson |
Eymdaróður er fyrsti hluti | Búnaðarbálks |
Upplýsingarmenn álitu að skáldskapur ætti að | uppfræða fólk |
Henrik Steffens kynnti rómantíkina í fyrirlestrum í Kaupmannahöfn á árunum | 1800-1810 |
Henrik Steffens sagði að allt í náttúrunni væri | hluti af andlegri einingu |
Í nýklassísisma var gengið út frá því að listaverk væru háð | klassískum fyrirmyndum |
Nýklassísk skáld og listamenn leituðu fyrirmynda hjá | Grikkjum |
Hjá rómantískum skáldum skiptir | fegurð náttúrunnar mestu máli |
Náttúrusýn rómantískra skálda var í | beinni andstöðu við náttúrusýn upplýsingar |
Í rómantík átti að nota ímyndunaraflið | til að skilja innsta eðli náttúrunnar |
Í kvæðinu Íslandi dýrkar Bjarni Thorarensen | hrikaleika náttúru Íslands |
Bjarni Thorarensen taldi | hörkuna byggja upp þá sterku |
Í Sigrúnarljóðum Bjarna Thorarensen er ástin | eilíf |
Í erfiljóðum Bjarna Thorarensen er áhersla á hið | sérkennilega í fari hins látna |
Júlíbyltingin 1830 leiddi til | kröfu um endurreisn Alþingis |
Fjölnir var | heiti á Óðni |
Kunsmärchen merkir listarævintýri og | voru sjálfstæð höfundarverk |
Tímaritið Fjölnir kom fyrst út | 1835 |
Meðal markmiða í inngangsorðum Fjölnismanna voru | nytsemi, fegurð, sannleikur og siðsemi |
Samkvæmt inngangsorðum Fjölnis var fegurðin ekki hvað síst fólgin í | málinu |
Sveinbjörn Egilsson sótti í þýðingum sínum fyrirmyndir um málfar til fornbókmenntanna og | alþýðlegs talmáls eins og það var best talað |
Meðal algengs efnis í tímaritinu Fjölni voru greinar um | stafsetningu |
Einn Fjölmismanna var menntaður sem prestur. Hann hét | Tómas Sæmundsson |
Í Íslandi eftir Jónas Hallgrímsson verður | söguöldin hin eina sanna viðmiðun |
Jón Sigurðsson deildi við Fjölnismenn um | staðsetningu endurreists Alþingis |
Meðal þýðinga Jónasar var rit um | stjörnufræði |
Fyrsta íslenska smásagan hét | Grasaferð |
Með rómantískum skáldskap | fjölgaði persónugervingum |
Í ættjarðarljóðum Jónasar Hallgrímssonar eru gjarnan notaðir | erlendir bragarhættir |
Fjölnismenn gagnrýndu rímur meðal annars fyrir | merkingarlítil orð |
Fjölnismenn sögðu Eggert Ólafsson hafa vakið | dug með þjóðinni |
Í stíl H. C. Andersen skrifaði Jónas Hallgrímsson | listræn ævintýri |
Í þýðingum Jónasar Hallgrímssonar á ljóðum Heines er | gjarnan skipt um bragarhátt kvæðisins |
Fyrsta skáldsagan, sem kom út á prenti á íslensku, hét | Piltur og stúlka |
Skáldsagan hlaut fyrst viðurkenningu í Evrópu á | 18. öld |
Útilegumennirnir var heiti á | leikriti |
"Hann vildi, svo fátt eitt sé talið, gera kort af Þingvöllum, koma upp minnisvarða um Ingólf Arnarson, stofna forngripasafn lagfæra kvenbúninginn, nýta hverahita, leggja vatnsveitu, gera Laugardalinn að útivistarsvæði..." Um hvern er rætt? | Sigurð Guðmundsson |
Í íslenskum leikritum var mest áberandi efni fram á 20. öld | þjóðsögur |
Þeir voru kallaðir þjóðskáld: | Matthías Jochumsson, Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson |
Ævisaga Benedikts Gröndal heitir | Dægradvöl |
Um hvern er rætt? Fáir ortu jafn mörg söguljóð, sem byggðust á sögum og sögnum frá fyrri öldum. Hann orti um íslensk náttúruöfl, dul þeirra, glæsileika eða hrikaleik. Hann starfaði m. a. í dönsku utanríkisþjónustunni. | Grím Thomsen |
Hann dó ungur, var þunglyndur og átti vingott við Bakkus. Hann var af Norð-Austurlandi. Þetta á við um | Kristján Jónsson |
Hann bjó lengstan hluta ævi sinnar í Skagafirði við kröpp kjör en var vinsælt skáld og skar fallega út í tré. | Bólu-Hjálmar |
Hann var skáld og stjórnmálamaður og vildi veg einstaklingsins sem mestan og setja landið í samband við alþjóðlegar menntir. Þessi maður var | Hannes Hafstein |
Hann var vinsælt skáld sem orti bæði ádeiluljóð og hugljúf ljóð um íslenska náttúru eða ástina. Hann gagnrýndi kirkjuna og gaf út vinsæla ljóðabók sem hlaut nafnið Þyrnar. Hann hét | Þorsteinn Erlingsson |
Steingrímur Thorsteinsson þýddi m. a. | Þúsund og eina nótt |
Tímarit raunsæismanna hét | Verðandi |
Hann var áhugamaður um söngmennt og vildi efla hana með þjóð sinni. Hann aðstoðaði m. a. við útgáfu sönghefta með erlendum og innlendum lögum. Þessi maður var | Steingrímur Thorsteinsson |
Einn þessara höfunda skrifaði dýrasögur á 19. öld | Þorgils gjallandi |
Einn þessara höfunda er þekktur fyrir að skrifa smásögur á 19. öld | Gestur Pálsson |
Einn af þýðendum á 19.öld | Steingrímur Thorsteinsson |
Skáldsagnahöfundur á 19. öld | Jón Thoroddsen |
Leikritaskáld á 19. öld | Matthías Jochumsson |
Want to create your own Flashcards for free with GoConqr? Learn more.