Svar: Frumefni, Ache er frumefni eða frumvera alls sem er;
upprunaleg orsök eða meginregla fyrir alla aðra hluti. Þetta frumefni
er vatn.
Allt er fullt af guður = Það býr
lífskraftur í allri náttúru
Ekki fullskapaður efnishyggjumaður þó að
það sé efnishyggjublr á kenningum hans.
Anaxímandros
Fyrsti
kortagerðarmaðurinn
Frumefnið arche er ekki sjálft efnislegt,
heldur ótakmarkað, óendanlegt,
óákveðið: Aperion / hið óræða
Frumspekilegt í þeim skilningi að það liggur utan
reynslusniðs manna. Það getur af sér öll efni og
andstæður
Anaxímenes
Frumefnið/arche er loft. Breytingar
efnanna skýrast af þéttingu og
þynningu lofts
Parmínedes frá Elea
Fyrsti róttæki rök og
skynsemishyggjumaðurinn
Skynsemi er uppsprett þekkingar.
Skilningarvitin blekkja okkur og
gefa ranghugmyndir af
raunveruleikanum
Breyting er röklega óhugsandi
A. 1) Hið verandi er. Óvera (það sem er ekki) er ekki.
2) Það sem er verður hugsað. Það sem er ekki
verður ekki hugsað.
B. Hugtakið breyting felur í sér tilurðu og eyðingu. (Dæmi: Rifsber
þroskast og verður rautt og græni liturinn hverfur.) Hugtakið breyting
krefst hugtaksins óveru, hefur sem sagt forsendu sem ekki verður
hugsuð!
Þar af leiðandi er ekki hægt að hugsa um breytingu;
breyting er því röklega ómöguleg.
Zenon frá Elea, nemandi
Parmenídesar.
Setti fram þverstæður sem sýndu fram á að breytingar séu
ómögulegar, t.d. um Akkilles og skjaldbökuna.
Heraklítos "hinn myrkvi" frá
Efesos
"Allt streymir"
Maður getur ekki stigið tvisvar í sama fljótið
Allt breytist, allt er eilíf verðandi
Breytingin lýtur eilífu alheimslögmáli
Logos
Felur í sér víxlverkun andstæðna
Andstæðu kraftarnir mynda samræmi
Hin leynda eining í margbreytileikanum
Eldur/ Pyre er kannski frumefnið
Hringrásarhugmynd: Heimurinn verður til
í eldi og ferst í eldi með jöfnu millibili.
Skynreynslan gefur rétta mynd af raunveruleikanum.
Pýþagóras
Heimspekingur,
stærðfræðingur og
dulhyggjumaður
Trúði á endurholdgun
Undirstöðu tilverunnar er ekki að finna í efninu
sjálfu, heldur skipulagi þess og formi, í
stærðfræðilegum hlutföllum. Allt er tölur
Hlutirnir eyðast en ekki hugtök stærðfræðinnar.
Stærðfræðileg þekking er örugg (viðfangsefnið breytist ekki)
Hin tvískipta heimsmynd Pýþagóringa: Annars vegar Stærðfræði, áreiðanleg þekking, hið
raunverulega og hið eilífa og hinsvegar skynjun, óáreiðanleg þekking, hið óraunverulega og hið
hverfula
Empedókles frá Sikiley
Boðaði málamiðlun milli Heraklítosar og
Parmenídesar
Frumefnin eru óbreytanleg en samsetning þeirra mismunandi og breytileg.
Frumefnin eru fjögur/höfuðskepnurnar
fjórar: Eldur, vatn, loft og jörð
Allar breytingarí náttúrunni stafa af því
að þessi frumefni blandast saman og
skiljast á ný
Hreyfiöglin eru aðskilin frá frumefnunum. Þau
eru ást, sem sameinar, og hatur, sem sundrar.
Ein lífseigasta kenning fornaldar
Demókrítos
Frumeindakenning: Ekkert er til nema frumeindir og hið
tóma rúm => Efnishyggja
Frumeindir/atóm eru örsmáar, ósýnilegar, eilífar, gegnheilar, óendanlega margar og
mismunandi. Þær eru á ferð og flugi í tómarúmi, tengjast og sundrast á víxl.
Enginn "andi" eða "kraftur" hefur áhrif á gang náttúrunnar, enginn tilgangur, allt gerist á
vélrænan hátt, engar tilviljanir, allt er háð járnhörðum lögmálum náttúrunnar =>
Löghyggja
Skynjanir: Allir hlutir senda frá sér boðberaatóm
sem rekast á frumeindir skynfæranna.
Sálin er gerð úr ávölum, sléttum og rokgjörnum
sálarfrumeindum, sem rjúka út í veður og vind við dauðan =>
Engin ódauðleg sál
Vildi sætta eilífa verðandi (sbr. Heraklítos) og
óumbreytanlega veru (sbr. Parmenídes)
Anaxagóras
Flutti til Aþenu og starfaði þar , en var ákærður
fyrir guðleysi og varð að yfirgefa borgina
Náttúran er samsett af fjölmörgum, örsmáum,
ósýnilegurm "fræjum" sem hvert um sig hefur í sér
"eitthvað af öllu"
Eitt hreyfiafl, aðskilið efninu, er að baki breytingum; það heitir
nous eða skynsemei eða alheimsandi.
Heimurinn á sér tilgang/telos; slíkt viðhorf heitir
tilgangshyggja eða teleologia