Context
Hvernig hundaþjálfari vilt þú vera?
Berðu saman þessi tvö myndbönd af hundum að ganga á glergólfi og gerðu upp við þig hvernig eigandi þú vilt vera. Viltu að hundurinn treysti þér út fyrir mörk alheimsins? Þá þarftu að vera þolinmóður og gefa honum tíma til að hugsa og átta sig.
Myndbandið er 2:24 mín. Hundurinn er hvorki dreginn né hvattur áfram. Hann fær að leysa verkefnið á sínum hraða. Of mikið af hvatningu hefði getað haft þveröfug áhrif og sett á hann pressu sem hefði valdið honum vanlíðan. En hann fær heldur ekki svigrúm til að bakka út úr aðstæðunum.
Setjið í samhengi við stigana sem þið fóruð með ykkar hunda í (eða önnur verkefni sem við höfum lagt fyrir). Ekki segja stanslaust við hundinn "komdu, komdu, komdu" meðan hann er að taka ákvarðanir og glíma við verkefni - ekki leggja á hann pressu meðan hann er að meta aðstæður. Gefðu honum svigrúm til að hugsa og ákveða hvernig hann ætlar að leysa þrautina. Við erum ekki með skynlausar skepnur og þeir eru öruggari í að leysa verkefni ef þeir fá tækifæri á að gera það á sínum forsendum án tímapressu frá okkur.