Question | Answer |
Hvað er leif? | Leif er frávik hvers þátttakanda frá bestu línu. |
Hvað er p-gildið? | Það er samfella þar sem við erum með gildi frá 0 – 1 og það getur verið allt þar á milli. Óendanlega mörg gildi |
Hver er Aðfallsjafnan? | y = Beta0 + Beta1 * x |
Hver er núlltilgátan í allsherjarprófi? | Ekki hægt að spá fyrir um Y út frá X |
Úr hvaða hópi er N gildið notað í z-prófi fyrir tilraun á milli tveggja hópa? | Úr minni hópnum. |
Hvernig er gert öryggisbil á 2 hópum? | Villufrávik fundið og öryggisbil gert fyrir báða hópa. |
Hvenær á að margfalda p-gildi með 2? | Þegar próf eru tvíhliða. |
Hvenær á að draga 1 frá p-gildinu? | Þegar z tekur plúsgildi. |
Hvenær er öryggisbilið túlkað? | Alltaf. Hvort sem prófið er marktækt eða ekki, þá er öryggisbilið túlkað. |
Hvað gerir F-prófið? | Það ber saman MSM og MSE og metur hvort munurinn sé líklegur ef hallatalan væri 0,0. |
Hvað gerir núlltilgáta | Hún setur fram ástand í þýði. |
Hver er munurinn á villu og leif í aðfallsgreiningu? | Munurin á leif og villu er að leifin er það sem við fáum út frá úrtakinu, en villan er fengin út frá leifinni og segir til um þýðið. |
Hvaða kröfur eru gerðar til villunnar í aðfallsgreiningu? | Hún á að vera normaldreifð og óháð. |
Hvaða kröfur eru gerðar til leifar í aðfallsgreiningu? | Hún á að vera normaldreifð og óháð. |
Hvers vegna er staðalfrávik breytilegt? | Úrtökin eru óháð og því fær hvert úrtak fyrir sig, sér staðalfrávik. |
Hvaða áhrif hefur breytilegt staðalfrávik á staðalvilluna? | Breytileiki staðalfráviksins er ástæðan fyrir því að við höfum staðalvilluna yfir höfuð, því meiri breytileiki í staðalfráviki, því meiri staðalvilla. |
Hvernig er t-dreifing frábrugðin normaldreifingu? | Það er meiri óvissa í t-dreifingu. Því færri frígráður, því lengri hali og því lægri toppur, það þarf að taka óvissuna með í reikninginn. |
Afhverju á að nota leiðrétt öryggisbil? | Leiðrétt öryggisbil er til að bæta við gildum, en það er gert þegar það eru of fáir í hópnum. 95% öryggisbil þegar hóparnir eru svona litlir ná ekki að vera 95% örugg. |
"Aðaltilgátan tilgreinir engin sérstök þýðisgildi og er því ekki prófanleg" Hvað þýðir þetta? | Aðaltilgátan gefur bara til kynna að það sé einhver munur í gangi. Hún er þannig séð ekki að segja neitt, hún er bara að segja hvað er ekki að gerast. |
Hvað gerist ef t-próf er ómarktækt en öryggisbil er samt mjög þröngt? | Öryggisbilið gæti verið að segja eitthvað um þýðið þó svo að t-prófið er ekki marktækt. Viðmiðsgildið gæti verið það nálægt öryggisbilinu á annan hvorn endann að það þýði að það sé ákveðinn munur þó svo að prófið sé ómarktækt. |
Hver er núlltilgátan í Kíkvaðratprófi? | það eru engin tengsl á milli frumbreytunnar og fylgibreytunnar. |
Hvernig birtast frávik frá núlltilgátunni í kíkvaðratprófi? | Frávik frá núlltilgátunni myndast þannig að við erum með sameiginlega dreifingu en skilyrta dreifingin er frábrugðin henni. Því ólíkari dreifing, því meiri frávik og því meiri líkur á því að við getum hafnað núlltilgátunni. |
Hvað sýnir Cohen's d? | Sýnir hversu mörgum frávikum gildið sem við fáum út er frá núlltilgátunni. |
Hvenær er t-próf traust gagnvart skekkju? | Þegar úrtakið er nægilega stórt. |
Hvenær á að tvöfalda p-gildi? | Þegar t-próf eða z-próf eru tvíhliða. |
Hvenær höndlar t-próf ekki skekkju? | Þegar það eru gerð próf á 2 hópum og þeir eru mismunandi skekktir. |
Hvað er skilyrt dreifing? | Þegar hlutfall ákveðinnar breytu í krosstöflu er skoðað. |
Hvað segir Staðalvillan okkur? | Hún segir okkur hversu breytilegt meðaltalið verður milli úrtaka ef öll úrtök eru með sama fjölda. |
Hver er formúlan fyrir R2? | Sum of Squares Model / Sum of Squares Total |
Hvað segja Afköst okkur? | Þau segja okkur í hversu mörgum tilvikum við höfnum núlltilgátunnu þegar hún er röng. |
Hvor hópurinn er hópur 1 í Wilcoxon Mann-Whitney prófi? | Hópurinn með hærri summu raðtalna. |
Hvað er formúlan fyrir Cohen's d? | (M-M0) / Staðalfrávik |
Hvort á ég að nota t-próf eða z-próf? | ef ég hef staðalfrávik úr þýði þá á ég að nota z-próf, en ef ég er að reikna úr úrtaki þá nota ég t-próf. |
Hvort á ég að nora t-próf eða Wilcoxon Mann-Whitney próf? | Ef það eru færri en 10 eða 15 í úrtaki þá á að nota W M-W, eða ef það er engin normaldreifing. |
Hvort er afkastameira, t-próf eða Wilcoxon Mann-Whitney? | Ef það er normaldreifing þá er t-prófið afkastameira, en ef það er skekkja er W M-W prófið afkastameira. |
Hvernig eru frígráður reiknaðar út þegar öryggisbil og marktektarpróf eru gerð á hallastuðli? | n-2 |
Hvaða upplýsingar gefur R2 í aðfallsgreiningu? | r2 er skýringarhlutfall sem segir okkur hversu mikið af dreifingu y er hægt að útskýra út frá dreifingu x. |
Hver er munurinn á leiðréttu öryggisbili og normalnálgun? | Leiðrétt öryggisbil bætir 2 við fjölda annars kosts og 4 við heildarfjölda í úrtaki. |
Hvernig mundi ég setja upp í skýrslu niðurstöður úr t-prófi? | t(frígráður) = útkoma t-próps, p-gildi |
Hvernig er væntitíðni í krosstöflum reiknuð? | samtals fyrir röð x samtals fyrir dálk / heildartölu |
Hvernig virkar 95% Öryggisbil? | 95% öryggisbil segir það að í 95% tilvika munum við fá bilspá sem inniheldur rétt þýðismeðaltal. |
Hvað er Beta 0? | Skurðpunkturinn |
Hvað er Beta 1? | Hallastuðull |
Hverjar eru forsendur Einfaldar Aðfallsgreiningar? | Villan er normaldreifð Villan er óháð |
Hverjar eru forsendur Kíkvaðratprófs? | Óháðar mælingar Mælingar byggjast á tíðni Væntigildi yfir 1 í öllum hólfum Væntigildi undir 5 í mest 20% hólfa |
Hvenær notum við leiðrétt öryggisbil? | Þegar það eru of fáir í úrtaki |
Hvað þarf úrtakið að vera stórt til að nota Wilcoxon Mann-Whitney próf? | Minna en 10 (samkvæmt glærunum hans Gumma) Eða minna en 15 (samkvæmt bókinni) |
Hver er markgildissetningin? | Ef við tökum endalaust af gildum, þá raðast þau alltaf nær normaldreifingu. |
Hverjar eru forsendur t-prófs? | Normaldreifing |
Hver eru Höfnunarmistök? (Type I Error) | Ég hafna núlltilgátunni þegar hún er rétt. |
Hver eru Fastheldnismistök? (Type II Error) | Að hafna ekki núlltilgátunni þegar hún er röng. |
Want to create your own Flashcards for free with GoConqr? Learn more.