Rómaveldi. Bls 25-52

Description

Note on Rómaveldi. Bls 25-52, created by agnesanna97 on 15/04/2014.
agnesanna97
Note by agnesanna97, updated more than 1 year ago
agnesanna97
Created by agnesanna97 over 10 years ago
239
0

Resource summary

Page 1

Nöfn og heitiAntoníus: Eftir víg Cæsars komu fyrst völdin í Róm í hendur Antoníusar ræðismanns. Hann var náinn samstarfsmaður Cæsars. Öldungaráðið var andsnúið Antoníusi. Octavíanus: Cæsar var ömmubróðir Octavíanusar. Öldungaráðið studdi fyrst Octavíanus gegn Antoníusi. En síðan urðu Octavíanus og Antoníus að semja um frið vegna samsærismanna í Austurlöndum. Lepídus:  Hafði einnig verið náinn samstarfsmaður Cæsars. Antoníus og Octavíanus gerðu bandalag með Lepídusi og var það kallað síðara þremenningasambandið (stofnað 43 f.Kr.)Cíceró: Var svarinn fjandmaður Antoníusar og hafði gert leiðinlegar ræður um hann. Seinna þremenningabandalagið hóf grimmilegar ofsóknir gegn andstæðingum sínum í öldungaráðinu og var Cíceró einn af þriðjung þeirra sem þeir létu taka af lífi. Ævintýri Octavíanusar Þremenningarnir voru nú allsráðandi í Rómaveldi og skiptu ríkinu á milli sín. Octavíanusi var ljóst að hann og Antoníus myndu ekki getað haldið friði og tók því undir sig landsvæði Lepídusar. Antoníus fór í bandalag með Kleópötru Egyptalandsdrottningu. Hann eignaðist með henni börn. Antoníus var giftur Octavíu, systur Octavíanusar, og því varð Octavíanus móðgaður vegna Kleópötru.  Antoníus giftist síðan Kleópötru, án þess að skilja við Octavíu, og gaf Kleó Krít, Kýpur og fleiri landsvæði sem lutu Rómaveldi í brúðargjöf.  Árið 32. f.Kr. var öldungaráðinu nóg boðið og lýsti Egyptalandi stríð á hendur, að tilmælum Octavíanusar. Antoníus og Kleó drógu saman mikinn her og héldu til Grikklands. Svo varð sjóorusta milli þeirra og Octavíanusar. Þar vann Octavíanus, en Kleó og Antoníus flúðu aftur til Egyptalands. Þangað kom síðan Octavíanus og drap þau bæði. Egyptaland var innlimað í Rómaveldi og varð einkaeign Octavíanusar. Eftir sigur á Antoníusi veitti öldungaráðið Octavíanusi virðingarheitið Ágústus. Hann er talinn vera fyrsti keisari Rómaveldis.

Pontifex Maximus: Þýðir æðsti prestur. Eitt hlutverk þeirra, allt frá konungaöld, var að skrá merka atburði hvers árs í annála (árbækur). Það var í upphafli vegna trúar.Sagnaritarar:Enníus: Var reyndar ljóð- og leikskáld. Nokkur brot úr söguljóðum hans eru varðveitt. Rómverjar nefndu hann jafnvel "föður rómverskrar ljóðlistar"Cató eldri:  Ritaði merkt sagnfræðirit um fornsögu Rómar. Um daga hans var tekið að gæta mjög grískra áhrifa í menningarlífi Rómar.Pólybíos: var grískur aðalsmaður en var fluttur til Rómar sem gísl meðan Rómverjar lögðu undir sig Grikkland. Hann ritaði mikið verk um sögu Rómar á 3. og 2. öld. Merkustu heimildir eftir hann eru heimildir u 2. púnversku styrjöldina. Pólybíos var kallaður óhlutdrægur sagnaritari því hann leitast eingöngu við að komast að sannleikanum.Júlíus Cæsar: var einnig frægur sagnaritari og skrifaði um styrjöld sína við Galla. Talið er að hann hafi stundum ýkt fjölda hermaanna og fleira.Sallústíus: Var samstarfsmaður Cæsars, stjórnmálamaður og sagnaritari. Er frægur fyrir tvö sagnarit og er lýðsinni.Livíus: Hann ritaði mikið verk um sögu Rómar fram á hans daga og var það hans ævistarf. Um fjórðungur þess er varðveittur. Hann þykir ekki áreiðanlegur sagnaritari. Leikritun:Leikritun Rómverja byggði á grískum grunni. Gamanleikir nutu meiri vinsækda hjá Rómverjum en harmleikir.Gamanleikjaskáld:Plautus: Honum eru eignuð 21 varðveitt verkTerentíus: Honum eru eignuð 6 varðveitt verk.Lengi sýndu Rómverjar leikrit sín í timburbyggingum og ekki fyrr en undir lok lýðveldisaldar að þeir fóru að reisa leikhús úr steini.Ljóðlist (skáld):Gullöld rómverskra bókmennta: tímabil á síðustu árum líðveldisins þar sem hófst mikill blómatími í ljóðagerð hjá Rómverjum.Gullaldarskáld:Catúllus: Eftir hann liggja rúm 100 ljóð, langflest frekar stutt. Ljóðin hans einkennast af miklum tilfinningahita og lifandi mannlýsingum. Um fjórðungur af ljóðum hans eru ástarljóð til konu, sem hann ávarpar með dulnefninu Lesbía, en hún var gift, rómversk aðalskona. Lúcretíus: Frægð hanns hvílir á einu löngu heimspekiljóði, De rerum natura (um eðli hlutanna). Hann hafnar guðunum en heldur því fram að hver sé sinnar gæfu smiður.Vergilíus: Var talinn fremstur rómverskra ljóðskálda á sínum tíma. Hefur stundum verið settur á stall með Hómer. Hann var frægastur fyrir Eneasarkviðu, langan ljóðabálk um Eneas Trójukappa. Hann orti einnig um sælu sveitalífsins. Hóratíus: Þykir fjölhæfastur allra rómverskra skálda. Síðustu æviár sína var hann hirðskáld Ágústusar.Óvidíus:  Er yngstur allra gullaldarskáldanna. Frægasti ljóðabálkur hans er Metamorphosis (Myndbreytingar). Þar lýsir hann ýmsum hamskiptum og myndbreytingum. Hann var um tíma afar vinsæll meðal yfirstétta í Róm því hann samdi ljóð sem átti að leiða mönnum um ástir. Af einhverjum ástæðum rak Ágústus hann í útlegð til Svartahafslanda.Maecenas: Var fagurkennari og náinn vinur Ágústusar. Hann kom bæði Vergillíusi og Hóratíusi á framfæri við keisarann.Heimspeki:Í þeim efnum sóttu þeir allt til Grikkja og bættu litlu við sjálfir. Mest áhrif höfðu heimspekingar Epíkúrosar og Stóumanna. Meðal heimspekinga flokkuðust einnig þeir sem drógu í efa að unnt væri að komast að nenni niðurstöðu um llífið og tilveruna. Slík efahyggja er nefnd á erlendum tungumálum skepticismi eða agnosticismi. Fjölfræðingar eru þeir sem lögðu einnig stund á margvísleg fræði og vísindi.Póseidónós: Var frægastur fjölfræðinga. Hann var fræa Rhódos og far fjölhæfur rithöfundur en rit hans eru glötuð. Þau fjölluðu um sagnfræði, landafræði, stærðfræði, stjörnufræði o.fl.Cíceró: Heimspekingur sem stældi mjög grísk heimspekirit. Rit hans höfðu rík áhrif á latneska tungu. Merkasta verk hans var verkið Um mælskulistina og var það talið besta rit sem ritað hefur verið um þau efni. Eftir hann liggja einnig margar ræður, sendibréf og tvö rit: Um ellina og Um sálina.TrúarbrögðRómverjar trúðu á ýmis frjósemis- og náttúrugoð. Þeir tóku sögur af Ólympsguðunum og bjuggu til sína eigin guði úr þeim. Á þennan hátt samsvaraðiJúpíter = SeifurJúnó = HeraNeptúnus = PóseidonCeres = DemeterMínerva = AþenaVenus = AfródítaMars = AresMercúríus = HermesVúlkanus = HefaistosDíana = ArtemisHeimilis- og aringyðjan Hestía naut óhemju mikillar virðingar hjá Rómverjum, undir nafninu Vesta.Það endurspeglar hversu mikla áherslu Rómverjar lögðu á fjölskyldulíf og ættarbönd.Vestumeyjar:áttu að gæta að eldurinn í hofi hennar við Rómartorg slokknaði aldrei. Þær voru í þessu starfi frá 10 til 40 ára aldurs. Þær nutu mikillar virðingar og ýmissa forréttinda, en ef þær voru staðnar að óskírlífi þá voru þær kviksettar. Eftir starfstíma sinn þá máttu þær giftast en það var sjaldgæft því slík hjónabönd voru talin boða ógæfu.Janus: Var guð alls upphafs. Hann er sýndur með tvö andlit. Hann var guð allra ferða að heiman og var hlið tileinkað honum í Róm fyrir herinn.Quiriníus: var verndarguð Rómar. Talið var að Rómúlus, stofnandi borgarinnar, hafi runnið saman við hann við andlát sitt.Hér enda ég á bls. 30 og byrja aftur að glósa á bls. 36

III. Keisaraöld-bls. 36 o.s.fv.Hjá eftirmönnum Ágústusar tóku hinar ýmsu stofnanir og embætti lýðveldisins að leggjast af. Ágústus afsalaði sér því honum var ljóst að einveldi væri óvinsælt með þjóðinni. Hann lét þó kjósa sig eða nána fylgismenn sína í mikilvægustu embættin. Völd hans byggðust aðallega á sífelldu endurkjöri sem ræðismaður og alþýðuforingi. Sem ræðismaður hafði hann stjórn yfir hernum en sem alþýðuforingi var hann friðhelgu rog hafði neitunarvald gegn samþykktum öldungaráðs og þjóðfunda. Ágústus var alþýðlegur og lagði áherslu á að hann væri fremstur meðal samborgara sinna. Hann leit að sumu leyti á sig sem bandamann alþýðunnar gegn höfðingjum. Í austurhluta Rómaveldis var tekið að tilgna Ágústus sem guð. Hann lagði áherslu á að hann væri friðarhöfðingi, sá sem hafði fært rómverjum frið eftir langan tíma. Hann lét taka upp dýrkun friðargyðjunnar Pax. Hann vildi ekki að Rómverjar yrðu fyrir áhrifum frá Grikkjum og setti lög um það. Hann reyndi að efla Rómverska smábændastétt og studdi sérstaklega skál sem ortu af ættjarðarást Livía: Var konan hans Ágústusar og hún saumaði handa honum föt. t.d. ullarskykkju. Hann var hræddur um að ættir Rómverja væru að eyðast og setti á ströng lög um hjúskap. Ágústus tók upp nýja skiptingu skattlanda þar sem fullfriðuð skattlönd skyldu lúta umsjón öldungaráðsins en keisarinn skyldi sjá um stjórn skattlanda þar sem var von á ófriði. Um daga hans voru allmörg skattlönd innlimuð í Rómaveldi, þar sem flest þeirra höfðu verið áhrifasvæði Rómverja lengi. Ágústus vissi að til að halda völdum þurfti hann að hafa sterkann her. Hann lét koma á fót lífvarðarsveitum keisarans eða pretoríu. Í henni voru 9000 menn og þrefalt betri launaðir en venjulegir hermenn. Eftir daga Ágústusar létu lífvarðasveitirnar til sín taka og réðu miklu um keisaraval á 1. öld e.Kr. Ágústus lést árið 14 e.Kr., 77 ára gamall.

Tíberíus: Var stjúpsonur Ágústusar og Ágústus ættleiddi hann. Hann var sonur Livíu af fyrra hjónabandi Á valdatíma Tíberusar voru þjóðfundir sviptir valdi til að setja lög og kjósa embættismenn. Öldungaráðið fékk það vald. Þjóðfundir voru þá úr sögunni. Ríkisvaldinu var þá skipt milli keisara og öldungaráðs. Stjórn Tíberíusar reyndist ströng og aðhaldssöm og var hann því ekki vinsæll meðal almennings. Hann var með harðar refsingar fyrir smáa glæpi. Tíberíus hvarf skyndilega til eyjarinnar Capri, dvaldi þar síðustu 11 valdaárin og stjórnaði með bréfaskrifum til öldungaráðsins. Gajus / Caligula: Ágústus var langafi hans Þegar Tíbaríus dó tók Caligula við sem keisari Stjórnartíð hans hófs vel en breyttist fljótt í sásýkilega ógnarstjórn, mögulega vegna þess að  Caligula var alverlega veikur. Caligula varð geggjaður. Hann var fyrstur keisara til að taka upp einræðislegt stjórnarfar. Hann sóaði miklum pening ríkisins og sýndi öldungaráðinu enga virðingu. Herma sögur að hann hafi gert hest sinn að ræðismanni Hann vildi láta tigna sig sem guð, en með því kom hann næstum af stað uppreisn í Gyðingalandi. Eftir nokkurra ára skipastjórn gerðu lífvarðasveitirnar samsæri gegn Caligulu og réðu hann af dögum.  Claudíus: Lífvarðasveitirnar völdu hann eftir Caligulu, en Claudíus er föðurbróðir hans Hann var óframfærinn og taugaveiklaður, en gefinn fyrir fræðistörf. Hann reiddi sig mikið á ráðgjafa við stjórnun ríkisins. Hann stóð þó fyrir miklum framkvæmdum í Róm og leiddi m.a. tvær vatnsleiðslur í borgina. Samgöngur vor bættar. Hann gerði nokkur lönd að skattlöndum Hann var margkvæntur. Neró Var sonur Claudíusar Var á unglingsaldri þegar lífvarðarsveitirnar gerðu hann að keisara. Fyrstu valdaárin hneigðist hann að listum og íþróttum, og eftirlét stjórnina móður sinni, ráðgjöfum hennar og heimspekingnum og rithöfundinum Seneca. Um tvítugt vildi hann meiri völd Hann þvingaði m.a. Seneca til að fremja sjálfsmorð Stjórn hans byrjaði að líkjast stjórn Caligulu Hins vegar þótti hann alþýðulegur og var vinsæll meðal lýðsins Neró dáði gríska menningu Hann keppti á Ólympíuleikunum Árið 64 kom upp eldur í Róm. Var talið að Neró hefði sjálfur kveikt í því hann vildi endurskipuleggja borgina.Í stað kenndi keisarinn Gyðingum og kristnum mönnum um og hóf ofsóknir gegn þeim. f Neró gerði þau mistök að huga ekki að kjörum hermanna og árið 68 gerðu hersveitir víða uppreisn. Fjandmenn Nerós í Róm hófu þá líka uppreisn en þá drap Neró sig. Hann var síðasti keisarinn í ætt Ágústusar Vespasíanus Var herforingi Hafði áður stjórnað her Rómverja í Gyðingalandi var fyrstur keisara af flavíönsku ætinni Var fljótur að koma á frið í ríkinu og reyndist valdatíð hans síðan friðsöm Hann vildi koma fjárhag ríkisins í lag og tókst það með strangri skattinnheimtu og miklu aðhaldi Hann lét reisa hið mikla hringleikahús Colosseum Colosseum er frgasta mannvirki í Róm og getur tekið 45000 manns. Títus Var sonur Vespasíanusar Átti að berja niður uppreisnina í Gyðingalandi Hann varð keisari eftir andlát föður síns Hann vígjaði Colosseum með mikum opnunarleikum, þar sem 5000 dýr voru drepin á fyrsta degi Um daga hans var mikill borgarbruni í Róm Dómitíanus Var bróðir Títusar og tók við af Títusi Fyrst var stjórn hans ströng en réttsýn Hann sýndi öldungaráðinu litla virðingu Hann lét sameina censorembættið keisaratigninni svo að keisarinn gæti alltaf ráðið skipan öldungaráðsins Eftir tilraun til valdaráns fylltist hann ofsóknaræði, sá samsæri í hverju horni Síðustu þrjú valdaárin ríkti hrein ógnarstjórn Hann var svo ráðinn af dögum af lífvarðarsveitinni og er talið að kona hans hafi tekið þátt í samsærinu Eftir að Dómitríanus dó ákvað öldungaráðið keisara, en það valdi einn úr sínum hópi:Nerva Stjórn hans reyndist afar góð en hann hafði ekki lífvarðasveitirnar á sínu bandi og innan hersins gætti óróa Það reddaðist þó þegar Nerva ættleiðir einn fremsta herforingja ríkisins, Trajanus, og gerði að eftirmanni sínum Þá tók við blómatími, en 2. öld e.Kr. er oft kölluð gullöld Rómverja.Hinir ættleiddu keisarar vora gjarnan kallaðir kjörkeisararnir.Trajanus Var einn fremsti herforingi ríkisins Var frá spáni Hann eyddi miklum hluta af valdatíma sínum í herferðir Til minningar um hann var reist minnismerki, Trajanusarsúlan, sem enn stendur í Róm  Varð Rómaveldi aldrei víðlendara en við dauða Trajanusar Hadríanus fVar eftirmaður Trajanusar' Var einnig fæddur á Spáni Hann treysti hejum ríkisins Á Norður-Englandi lét hann reisa 120 km varnargarð, Hadróanusarmúrinn, til varnar gegn árásum frá hálöndum skotlands. Hann þykir einn hæfasti keisari Rómaveldis Hann bætti samgöngur um allt ríkið og lét taka upp póstþjónustu Hann lét stofna ýmsar borgir, m.a. Adríanópel í Tyrklandi Hann elskaði Aþenuborg og hann skreytti hana með glæstum byggingum Hann gætti þess að sýna öldungaráðinu mestan sóma Hann jók eftirlit með dómkerfinu og lét setja mannúðlegri löggjöf um þrælahald sSeint á valdatíma Hadríanusar var uppreisn gerð á ný í Gyðingalandi, en hún var barin niður af hörku. Eftir það tóku Gyðingar að dreifast frá heimaslóðum sínum.Antoníus Píus Tók við eftir lát Hadríanusar Hann hélt sig aðallega við stefnu hans Um daga hans gætti nokkurs óróa innanlands Markús Árelíus Tók við af Antoníusi Píusi Um hann hefur stundum verið sagt að þar hafi heimspekingur setið á keisarastóli Hann ritaði merkilegt heimspekirit, Meditationes, (Hugleiðngar), um líf sitt frá sjónarhóli Stóuspekinnnar. Sem Stóumaður var hann ábyrgðarfullur og ræktaði störf sín sem keisari af skyldurækni Á stjórnarárum hans var ófriðsamt á útjöðrum ríkisins. Hann hafði í hyggju að ráðast inn í Mið-Evrópu en dó áður en hann gerði það. Sagnaritun á 1. og 2 öld e.Kr.Þekktastur sagnaraitara frá þeim tíma er líklega:TacítusTvö rit hans þykja merkilegust: Annálar, þar sem rakin er stjórnmálasaga frá Ágústusi til Nerós, og Germanía, víðfrægt rit. Svetóníus Hann skrifaði sögu um 12 fyrstu keisarana Hann leggur áheyrslu á hneykslanlegar sögur af líferni keisara Þykir ekki áreiðanlegur sagnaritari en þó bráðskemmtilegur Plútarkos Var grískur Hann vildi að enn drægju siðferðislegan lærdóm af ævisögum sínum Hann skrifaði einnig um fjölmörg önnur efni, svo sem heimspeki, uppeldismál og tónlist.

BókmenntirTímabilið frá Tíberíusi til Hadríanusar hefur oft verið nefnt silfuröld rómverskra bókmennta, því þá voru ýmis fræg skáld uppi.Petróníus Var um tíma í miklu dálæti hjá Neró Féll í ónáð og var þvingaður til sjálfsvígs Eftir hann er ritið Satyricon, sérstakt vegna þess að það líktist mest skáldsögu og þá grein bókmennta þekktu Grikkir og Rómverjar ekki. Martialis Var ljóðskáld Hann orti ljóð um daglegt líf Rómarbúans JúvenalisHann orti um magnaðar ádeilur um samtíma sinnHeimspeki á 1. og 2. öld e.Kr.Það var mikið ritað um heimspekileg efni í Rómaveldi á 1. og 2. öld e.Kr. Mest bar á kenningum StóumannaEpiketos Var heimspekingur í Rómaborg en ættaður frá Litlu-Asíu Hann hafði áður verið þræll en var leystur úr ánauð Hann boðaði að hvert mannslíf sé heilagt og að bræðralag ríki meðal allra Ýmis fræði og vísindi:Vitrúvíus: ritaði merkilegt rit um byggingarlist, verkfræði og vígvélasmíðaPliníus eldri: Fórst vegna vísindaáhuga síns þegar hann fór of nálægt eldfjallinu VesúvíusGalenos: Ritaði um læknisfræði og var frá Litlu-Asíu. Hann var um tíma hirðlæknir Markúsar Árelíusar. Á miðöldum þóttu rit Galenosar grundvallarrit í læknisfræði. Þá breiddist út kenning hans um líkamsvessana fjóra.ListirÁ fyrri hluta keisaraaldar stóð byggingarlist í miklum blóma. Rómverjar voru fyrsta þjóðin til að nota seinsteypu á mikilvirkan hátt Byggingar voru oft reistar úr harðgrýti og klætt með marmaraplötum Ágústus segist hafa tekið við borg úr múrsteini, en látið eftir sig borg úr marmara Ágústus reisti sér höll á PalatínhæðMarkús AgrippaLét reisa heillegustu forna bygginga í Róm, Paþenon (samgyðishof)Þegar Markús Árelíus dó tók við sonur hans, Commódus, sem keisari en reyndist vera óhæfur stjórnandi og var myrtur.Þá náði herforinginn Septimíus völdum. Hann og ættmenn hans stjórnuðu í fjóra áratugi.Einn þeirra var keisarinn Caracalla. Hann veitti öllum frjálsum íbúum Rómaveldis rómverskan borgararétt til þess að láta skatta ná til allra þegna og auka þannig tekjur ríkisins.Þannig var loks formlega þurrkað út mun á rómverskum borgurum og skattlandsbúum.

New Page

New Page

New Page

Show full summary Hide full summary

Similar

Mapa Mental - Estilos de Aprendizagem
miminoma
A Level: English language and literature techniques = Lexis
Jessica 'JessieB
Lord of the Flies Quotes
sstead98
Prueba de Aptitud Académica - Lenguaje
Teresa Nadal
English Literature Key Terms
charlotteoom
Maths GCSE - What to revise!
sallen
BIOLOGY HL DEFINITIONS IB
Luisa Mandacaru
Mind Maps with GoConqr
Elysa Din
RadioTelefonia
Adriana Forero
2PR101 1. test - 2. část
Nikola Truong
Specifc Topic 7.4 Timber (Impacts)
T Andrews